Sjáðu tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool og mörk úr fleiri leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:00 Diogo Jota fagnar marki sínu á móti Midtjylland í gær. EPA-EFE/Michael Regan Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Það var að venju mikið fjör í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þar sem ensku liðin Liverpool og Manchester City fögnuðu bæði sigri. Vísir er með mörkin úr fjórum leikjum. Diogo Jota tryggði Liverpool sigur á Sheffield United um síðustu helgi og í gær skoraði hann sögulegt mark fyrir félagið. Liverpool vann 2-0 sigur á danska félaginu Midtjylland á Anfield og er því með fullt hús eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Jota skoraði tíu þúsundasta markið í sögu Liverpool þegar hann kom Liverpool í 1-0 á móti Midtjylland í gær. Liverpool keypti portúgalska framherjann frá Úlfunum í haust og hann er farinn að láta til sín taka hjá nýju félagi. Mohamed Salah innsiglaði síðan sigurinn í blálokin með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Manchester City byrjar líka mjög vel í Meistaradeildinni því liðið vann 3-0 útisigur á franska félaginu Marseille í gær. Ferran Torres, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling skoruðu mörkin. Kevin de Bruyne var með fyrirliðabandið og lagði upp bæði fyrsta og þriðja markið fyrir félaga sína. Líkt og Jota, þá er Ferran Torres einnig nýr hjá Manchester City en hann spilaði í nýrri stöðu sem fremsti maður í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City í Meistaradeildinni. Það var mikið fjör í leikjum spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid í gær. Real Madrid bjargaði stigi á móti þýska félaginu Borussia Mönchengladbach með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir á 86. mínútu. Atletico Madrid vann á sama tíma 3-2 sigur á Red Bull Salzburg þar sem austuríska félagið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks. Tvö mörk frá Portúgalanum Joao Félix tryggðu Atletico aftur á móti sigurinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum fjórum leikjum í gær. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Midtjylland Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Man City Klippa: Mörkin úr leik Gladbach og Real Madrid Klippa: Mörkin úr leik Atletico Madrid og RB Salzburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira