„Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 20:12 Hallbera Guðný í fyrri viðureign liðanna á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en íslenska liðið tapaði einfaldlega gegn betra liði í kvöld. „Við komumst ekki almennilega í hápressuna sem við ætluðum í. Við vorum svolítið í eltingarleik stóran part af leiknum. Það tekur svakalega orku frá manni að vera elta. Heilt yfir held ég að Svíarnir hafi átt sigurinn skilið.“ Nokkur heppnisstimpill var yfir fyrsta marki Svíþjóðar og kom það á tíma þar sem íslenska liðið hafði komist ágætlega inn í leikinn. „Það var algjör óþarfi. Það var misskilningur og við skölluðum hann inn í teig og kláruðu þær vel. Þær sköpuðu sér ekkert mikið af dauðafærum en við vorum í töluverðum eltingarleik.“ „Við ætluðum að ná pressu á þær en þær náðu að halda sér inn á okkar vallarhelmingi. Þetta var einn af þessum dögum. Við náðum ekki alveg að framkvæma leikskipulagið. Við þurfum að skoða það og lærum af þessum leik.“ „Það eru leikmenn sem fá reynslu eftir þetta. Við þurfum að taka næstu tvo leiki og vona að það skili okkur beint inn á EM.“' Það eru fróðlegir dagar sem bíða Hallberu og fleiri leikmanna landsliðsins. Valsstúlkur spila Evrópuleik í byrjun næsta mánaðar og þær vona einnig að Íslandsmótið verði klárað. „Við erum að fara heim núna í sóttkví og svo beint í Evrópuleik. Svo skilst mér að það eigi að klára Pepsi Max deildina. Við vonumst til að ná að sprikla eitthvað áður en við spilum þessa leiki sem eru í byrjun desember.“ „Þetta er langt tímabil en vonandi endar það á því að við tryggjum farseðilinn á EM,“ sagði Hallbera að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
„Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en íslenska liðið tapaði einfaldlega gegn betra liði í kvöld. „Við komumst ekki almennilega í hápressuna sem við ætluðum í. Við vorum svolítið í eltingarleik stóran part af leiknum. Það tekur svakalega orku frá manni að vera elta. Heilt yfir held ég að Svíarnir hafi átt sigurinn skilið.“ Nokkur heppnisstimpill var yfir fyrsta marki Svíþjóðar og kom það á tíma þar sem íslenska liðið hafði komist ágætlega inn í leikinn. „Það var algjör óþarfi. Það var misskilningur og við skölluðum hann inn í teig og kláruðu þær vel. Þær sköpuðu sér ekkert mikið af dauðafærum en við vorum í töluverðum eltingarleik.“ „Við ætluðum að ná pressu á þær en þær náðu að halda sér inn á okkar vallarhelmingi. Þetta var einn af þessum dögum. Við náðum ekki alveg að framkvæma leikskipulagið. Við þurfum að skoða það og lærum af þessum leik.“ „Það eru leikmenn sem fá reynslu eftir þetta. Við þurfum að taka næstu tvo leiki og vona að það skili okkur beint inn á EM.“' Það eru fróðlegir dagar sem bíða Hallberu og fleiri leikmanna landsliðsins. Valsstúlkur spila Evrópuleik í byrjun næsta mánaðar og þær vona einnig að Íslandsmótið verði klárað. „Við erum að fara heim núna í sóttkví og svo beint í Evrópuleik. Svo skilst mér að það eigi að klára Pepsi Max deildina. Við vonumst til að ná að sprikla eitthvað áður en við spilum þessa leiki sem eru í byrjun desember.“ „Þetta er langt tímabil en vonandi endar það á því að við tryggjum farseðilinn á EM,“ sagði Hallbera að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32