Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 10:31 Eydís og Inga enduðu hjá fósturforeldrum sem í raun bjargaði framtíð þeirra. Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Fósturbörn Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi
Fósturbörn Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira