Prófið þess eðlis að nauðsynlegt var að hafa það í formi staðprófs Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 12:48 Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira