Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 06:45 Vindaspá Veðurstofunnar klukkan níu í fyrramálið sýnir að ansi hvasst verður sunnan- og suðaustantil. Veðurstofa Íslands Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. Þá verður skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar él eða slydduél á Norðausturlandi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Í kvöld munu svo leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið suður úr höfum og á þá að hvessa úr austri syðst á landinu. Þessi fyrrverandi fellibylur hefur sameinast annarri lægð sem nú eru af svipuðum styrk og vetrarlægð á norðanverðu Atlantshafi. „Nýja lægðin staldrar dálítið við, eitthvað út vikuna. Má búast við að hvasst verði með suðurströndinni, allt að 18-23 m/s undir Eyjafjöllum og austur í Öræfum, frá og með í nótt og jafnvel fram á föstudag. Ferðalangar á þessum svæðum ættu að fylgjast með veðurspám og viðvörunum. Við sleppum við mest alla úrkomuna úr lægðinni sem er talsverð á djúpunum suður og suðvestur af landinu. Annars austlæg átt 8-15 m/s á morgun, hvassast norðvestantil. Lítlsháttar él um norðaustanvert landið, en bjart veður vestantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan 3-10, hvassast vestanlands, en 10-15 við suðurströndina og á Vestfjörðum seinni partinn. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en lítilsháttar él eða slydduél norðaustantil. Austlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig, en frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi í kvöld og á morgun. Á þriðjudag: Austlæg átt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig. Á miðvikudag: Norðaustlæg átt, 10-18 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en bjart yfir Vesturlandi. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Stíf austanátt með rigningu um mest allt land, talsverð suðaustan- og austantil. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Suðaustan kaldi og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu og bjartara veður norðaustantil. Áfram svipaður hiti. Veður Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Sjá meira
Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. Þá verður skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar él eða slydduél á Norðausturlandi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Í kvöld munu svo leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið suður úr höfum og á þá að hvessa úr austri syðst á landinu. Þessi fyrrverandi fellibylur hefur sameinast annarri lægð sem nú eru af svipuðum styrk og vetrarlægð á norðanverðu Atlantshafi. „Nýja lægðin staldrar dálítið við, eitthvað út vikuna. Má búast við að hvasst verði með suðurströndinni, allt að 18-23 m/s undir Eyjafjöllum og austur í Öræfum, frá og með í nótt og jafnvel fram á föstudag. Ferðalangar á þessum svæðum ættu að fylgjast með veðurspám og viðvörunum. Við sleppum við mest alla úrkomuna úr lægðinni sem er talsverð á djúpunum suður og suðvestur af landinu. Annars austlæg átt 8-15 m/s á morgun, hvassast norðvestantil. Lítlsháttar él um norðaustanvert landið, en bjart veður vestantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan 3-10, hvassast vestanlands, en 10-15 við suðurströndina og á Vestfjörðum seinni partinn. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en lítilsháttar él eða slydduél norðaustantil. Austlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig, en frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi í kvöld og á morgun. Á þriðjudag: Austlæg átt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig. Á miðvikudag: Norðaustlæg átt, 10-18 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en bjart yfir Vesturlandi. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Stíf austanátt með rigningu um mest allt land, talsverð suðaustan- og austantil. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Suðaustan kaldi og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu og bjartara veður norðaustantil. Áfram svipaður hiti.
Veður Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Sjá meira