Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 21:22 Ekið inn í Dýrafjarðargöng í dag. Vísir/Hafþór Gunnarsson Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn og prófuðu göngin í fyrsta sinn flautuðu þeir ennþá meira. Þetta mátti sjá og heyra á myndbandi Hafþórs Gunnarssonar, fréttaritara Stöðvar 2, frá opnunarathöfninni í dag. „Stór áfangi er í húsi. Við höfum sigrast á Hrafnseyrarheiði. Það er ekkert minna en það,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í ávarpi sínu frá Vegagerðinni í Reykjavík. Það væri alltaf hátíðisdagur þegar ný jarðgöng væru opnuð á Íslandi enda væru slík mannvirki með mestu og bestu samgöngubótum sem um getur í vegagerð. Gleði ríkti líka í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fagna því þegar sláin opnast.Vegagerðin „Tilkoma jarðganga auka lífsgæði og öryggi. En þau gera meira en það því þau búa líka til ný tækifæri, bæði í atvinnulífi og mannlífinu almennt,“ sagði Bergþóra. „Þetta eru mikil og langþráð tímamót í samgöngum á Vestfjörðum, skipta sköpum fyrir byggðirnar þar,“ sagði Sigurður Ingi í ávarpi sínu. „Ferðaþjónustan mun styrkjast þegar greið leið liggur allt árið að náttúruperlum Vestfjarða. Ég er þess fullviss að menning og afþreying mun styrkjast með tilkomu heilsártengingar milli Suðurfjarða og norðurum." Bílalestin Dýrafjarðarmegin var talin nærri tveggja kílómetra löng.Hafþór Gunnarsson „Nú opnast til dæmis möguleikar fyrir börnin, krakkana, á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði og víðar, að bregða sér til dæmis til Ísafjarðar á skíði. Og sama verður auðveldara fyrir þá sem koma norðan frá að skreppa til þeirra staða sunnan við. Nú eða fara suður til Reykjavíkur,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má upplifa gleði Vestfirðinga í dag: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá opnun jarðganganna:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir „Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24 Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft „Krakkar! Þið megið fara af stað," sagði samgönguráðherra eftir að hafa gefið fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð. Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hefðu ekið í gegn á eftir rútunni. 25. október 2020 17:24
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23