Trúir ekki öðru að ríkið aðstoði KKÍ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 14:01 Teitur og Sævar fóru yfir landslagið á föstudagskvöldið. STÖÐ 2 SPORT Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfuboltinn er á ís nú vegna kórónuveirunnar eins og allar íþróttir landsins en hann fer ekki að rúlla fyrr en um miðjan nóvembermánuð hið fyrsta. Því eru mörg félögin að berjast í bökkum fjárhagslega og það málefni var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þessar vikurnar eru sjálfboðaliðarnir á fullu að vinna til þess að fjármagna félögin. Það eru fullt af útlendingum á Íslandi sem eru bara að æfa körfubolta. Þeir eru ekkert að spila. Ég fór upp í íþróttahús í gær og fékk þetta. Gríma merkt mínu félagi. Seldist upp eins og skot,“ sagði Teitur. Sævar tók við boltanum. „Ég þekki nokkra sem eru í stjórn hjá Keflavík og hjá Njarðvík. Bara hvað fólk tók vel í þetta í kringum samfélagið, hjá báðum félögum. Þetta er auka milljón á hvern klúbb. Ég trúi ekki öðru en að hin opinbera stígi inn og hjálpi.“ „Þeir verða einhvernveginn að hjálpa KKÍ. Við vorum að tala um það í bílnum að þegar þú ert að spila þrjá leiki í viku þá kosti það 80-90 þúsund krónur bara dómarakostnaður á hverjum leik. Það verða engir áhorfendur og það verður engin innkoma. Þetta er enn þannig að félögin í körfuboltanum eru að borga dómarakostnað. Er hægt að gera eitthvað þarna? Er hægt að minnka þennan kostnað einhvernveginn? Þetta eru sjálfboðaliðar sem eru að vinna baki brotnu að reyna að halda þessu gangandi. Geta dómarar tekið launalækkun? Það eru allir að skera niður,“ sagði Teitur. Sævar bætti svo við að ríkið væri að aðstoða kirkjuna um mikla fjármuni á ári og því væri mögulega hægt að nýta eitthva af þeim peningum í íþróttirnar, þar á meðal körfuboltann. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ríkið og íþróttir
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti