Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2020 22:46 Sigríður Elín ásamt börnum sínum, Ólíver til vinstri og dóttur sinni í miðju. Facebook Landsliðsfólk í knattspyrnu og handbolta, tónlistarfólk, leikarar og menntamálaráðherra eru á meðal þeirra sem sent hafa dreng á ellefta ári skilaboð eftir að móðir hans greindi frá einelti í hans garð í Garðabæ. Móðir drengsins greindi frá eineltinu í fyrrakvöld og vakti frásögn hennar miklar athygli. Hún rakti hvert dæmið á fætur öðru þar sem sonur hennar fékk að heyra það frá bekkjarfélögum. Hún hafi viljað fara með málið lengra, sem sonur hennar barðist gegn í fyrstu. Mamma þetta mun samt aldrei lagast Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún sagði skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. „Mamma þetta mun samt aldrei lagast, þeir geta ekki hætt að hata mig,” sagði Sigríður Elín Ásmundsdóttir eftir syni sínum. Í framhaldinu tók Sigríður Elín son sinn úr Sjálandsskóla og hann æfir í dag íþróttir með öðru félagi, þar sem honum líði vel. Nú tveimur sólarhringum síðar segist hún vera klökk og orðlaus yfir viðbrögðunum. Sömuleiðis Ólíver sonur hennar. Greint var frá hjartræmri kveðju landsliðsmannsins í knattspyrnu, Jóns Daða Böðvarssonar, í gær og fleiri hafa fylgt í kjölfarið. „Okkur sýnist þjóðin vera sammála okkur um að einelti má aldrei líðast og við eigum að hjálpast að, öll sem eitt, við að uppræta það. Við EIGUM að skipta okkur af þegar við verðum vitni að einelti, sýna stuðning, ást og umhyggju því einelti er dauðans alvara,“ segir Sigríður Elín. Ólíver brosi hringinn eftir að hafa fengið símtöl og skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur sett sig í samband við Ólíver.Vísir/vilhelm „Þið eruð einstakir menn með hjartað á réttum stað: Takk Ingó Veðurguð fyrir að hringja og stappa í hann stálinu. Takk Jón Daði og íslenska landsliðið í fótbolta fyrir hjartnæm skilaboð til Ólívers, hann fékk kusk í augað og trúði varla sínum eigin augum. Takk Aron Einar, Ólíver missti andlitið þegar fyrirliði íslenska landsliðsins sendi honum skilaboð og sagðist vilja heyra í honum. Takk Björgvin Páll Gústavsson fyrir einlægt og uppbyggjandi spjall við Ólíver, hann er mjög spenntur að hitta þig á vellinum og spila við þig, hann ætlar sko ekki að tapa fyrir þér!“ Björgvin Páll hefur boðið Ólíver út á völl í leik.Vísir/Vilhelm Og þakkirnar halda áfram. „Takk Aron Pálmarsson fyrir peppið og spjallið og ÁFRAM FH! Takk Ævar vísindamaður, ævintýragjarna guttanum mínum finnst þetta frábær hugmynd hjá þér. Takk ALLIR! Það er magnað að upplifa þetta góða, fallega í lífinu eftir langavarandi niðurbrot.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra lofar átaki í eineltismálum í samtali við Sigríði.vísir/vilhelm Þá hafi Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hringt í hana og sagst ætla að taka fastar á eineltismálum í skólakerfinu og finna betri lausnir sem virka fyrir börnin og unglingana okkar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Landsliðsfólk í knattspyrnu og handbolta, tónlistarfólk, leikarar og menntamálaráðherra eru á meðal þeirra sem sent hafa dreng á ellefta ári skilaboð eftir að móðir hans greindi frá einelti í hans garð í Garðabæ. Móðir drengsins greindi frá eineltinu í fyrrakvöld og vakti frásögn hennar miklar athygli. Hún rakti hvert dæmið á fætur öðru þar sem sonur hennar fékk að heyra það frá bekkjarfélögum. Hún hafi viljað fara með málið lengra, sem sonur hennar barðist gegn í fyrstu. Mamma þetta mun samt aldrei lagast Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún sagði skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. „Mamma þetta mun samt aldrei lagast, þeir geta ekki hætt að hata mig,” sagði Sigríður Elín Ásmundsdóttir eftir syni sínum. Í framhaldinu tók Sigríður Elín son sinn úr Sjálandsskóla og hann æfir í dag íþróttir með öðru félagi, þar sem honum líði vel. Nú tveimur sólarhringum síðar segist hún vera klökk og orðlaus yfir viðbrögðunum. Sömuleiðis Ólíver sonur hennar. Greint var frá hjartræmri kveðju landsliðsmannsins í knattspyrnu, Jóns Daða Böðvarssonar, í gær og fleiri hafa fylgt í kjölfarið. „Okkur sýnist þjóðin vera sammála okkur um að einelti má aldrei líðast og við eigum að hjálpast að, öll sem eitt, við að uppræta það. Við EIGUM að skipta okkur af þegar við verðum vitni að einelti, sýna stuðning, ást og umhyggju því einelti er dauðans alvara,“ segir Sigríður Elín. Ólíver brosi hringinn eftir að hafa fengið símtöl og skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur sett sig í samband við Ólíver.Vísir/vilhelm „Þið eruð einstakir menn með hjartað á réttum stað: Takk Ingó Veðurguð fyrir að hringja og stappa í hann stálinu. Takk Jón Daði og íslenska landsliðið í fótbolta fyrir hjartnæm skilaboð til Ólívers, hann fékk kusk í augað og trúði varla sínum eigin augum. Takk Aron Einar, Ólíver missti andlitið þegar fyrirliði íslenska landsliðsins sendi honum skilaboð og sagðist vilja heyra í honum. Takk Björgvin Páll Gústavsson fyrir einlægt og uppbyggjandi spjall við Ólíver, hann er mjög spenntur að hitta þig á vellinum og spila við þig, hann ætlar sko ekki að tapa fyrir þér!“ Björgvin Páll hefur boðið Ólíver út á völl í leik.Vísir/Vilhelm Og þakkirnar halda áfram. „Takk Aron Pálmarsson fyrir peppið og spjallið og ÁFRAM FH! Takk Ævar vísindamaður, ævintýragjarna guttanum mínum finnst þetta frábær hugmynd hjá þér. Takk ALLIR! Það er magnað að upplifa þetta góða, fallega í lífinu eftir langavarandi niðurbrot.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra lofar átaki í eineltismálum í samtali við Sigríði.vísir/vilhelm Þá hafi Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hringt í hana og sagst ætla að taka fastar á eineltismálum í skólakerfinu og finna betri lausnir sem virka fyrir börnin og unglingana okkar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34
„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33