Annie Mist lofsamar Katrínu: „Hún getur alltaf komið manni á óvart“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 10:30 Annie í viðtalinu við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. stöð 2 Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, segir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé mögnuð keppnismanneskja sem þrífst á því að keppa við aðra. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi er hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram með öðruvísi þetta árið en nú fara fram svokölluð ofurúrslit þar sem fimm efstu í undankeppninni keppa um gullið. Ísland á þar einn keppenda en það er Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Möguleikar Katrínar eru mjög góðir. Hún er nú þegar orðin topp fimm í heiminum. Málið við hana er að það skiptir ekki máli hvernig mótið byrjar, það er ekki búið hjá henni fyrr en allar greinarnar eru búnar,“ sagði Annie er hún var spurð út í möguleika Katrínar. Katrín og Annie hafa lengið verið æfingarfélagar en Annie varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð. Hún varð heimsmeistari árin 2011 og 2012 og í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. „Katrín er ein af þessum manneskjum sem heldur áfram að berjast og það skiptir ekki máli hvar hún er. Hún getur alltaf komið manni á óvart. Það kæmi engum á óvart ef hún myndi vinna leikana í ár.“ Annie segir að það hafi mikið gengið á hjá Katrínu á þessu ári. Hún hafi lent í meiðslum sem hafi aftrað henni en segir möguleika að seinkun heimsleikana vegna kórónuveirunnar hafi mögulega hjálpað henni að ná sér góðri af meiðslunum. „Hún er búin að fara í gegnum erfitt ár í ár. Hún hefur verið að glíma við bakmeiðsli og það var held ég mjög hentugt fyrir hana að leikarnir frestuðust aðeins. Hún er á mjög góðum stað, andlega og líkamlega. Það verður erfitt að vinna Tiu en ef einhver getur það er það Katrín.“ Yfirleitt eru heimsleikarnir með stærra sniði en vegna kórónuveirunnar var þetta skorið niður. Einungis fimm karlar og fimm konur keppa í Bandaríkjunum um helgina og það eru kostir og gallar við það, segir Annie. Plúsar og mínusar við fimm manna úrslitin „Ég held að það sé ákveðinn léttir að vera ekki með eins marga að keppa. Það er allavega það sem mér finnst. Þær greinar sem hræða mig mest eru þær sem eru margir að byrja í einu og maður er ekki með sína braut eða sín tæki. Það er verið að berjast um sinn stað; í hlaupum og syndi og svona.“ „Núna er það ekki. Þú ert bara með þessa fimm og þarft bara að fókusera á þig og fjórar aðrar. Ég myndi halda að það væri skemmtileg staða að vera í að berjast við þessar fjórar stelpur. Að sjálfsögðu þá missirðu adrenalínið að vera með alla áhorfendurna. Það er eitthvað sem maður myndi aldrei vilja missa. Áhorfendurna og fólkið þitt í kringum þig; fjölskylduna, vinina og ættingja sem koma og styðja mann.“ „Ég held að það sé mjög skrýtið að keppa undir þessum kringumstæðum og örugglega erfiðara að keyra sig inn í svona keppnisgírinn. En að vera komin á staðinn og klukkan fer í gang og þú ert bara að fókusera á þig. Ég held að það breyti ekki svakalega miklu.“ En hvernig myndi Annie Mist lýsa Katrínu? „Ætli það sé ekki þrautseigjan. Það er aldrei búið, sama hvernig hlutirnir ganga. Þetta er búið að vera skrýtið ár og erfitt ár. Katrín er búin að vera föst úti og hefur ekki komist heim síðan í janúar held ég. Þetta er það sem hún er búin að einbeita sér að. Að koma sér í gang og vera tilbúin fyrir leikana. Hún er keppnismanneskja. Við erum það allar en hún þrífst á því að keppa við aðra og þess vegna er hún þar sem hún er,“ sagði Annie. Síðasti dagur leikanna fer fram í dag og Vísir mun eins og alla helgina fylgjast vel með Katrínu. Klippa: Sportpakkinn - Annie Mist CrossFit Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, segir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé mögnuð keppnismanneskja sem þrífst á því að keppa við aðra. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi er hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram með öðruvísi þetta árið en nú fara fram svokölluð ofurúrslit þar sem fimm efstu í undankeppninni keppa um gullið. Ísland á þar einn keppenda en það er Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Möguleikar Katrínar eru mjög góðir. Hún er nú þegar orðin topp fimm í heiminum. Málið við hana er að það skiptir ekki máli hvernig mótið byrjar, það er ekki búið hjá henni fyrr en allar greinarnar eru búnar,“ sagði Annie er hún var spurð út í möguleika Katrínar. Katrín og Annie hafa lengið verið æfingarfélagar en Annie varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð. Hún varð heimsmeistari árin 2011 og 2012 og í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. „Katrín er ein af þessum manneskjum sem heldur áfram að berjast og það skiptir ekki máli hvar hún er. Hún getur alltaf komið manni á óvart. Það kæmi engum á óvart ef hún myndi vinna leikana í ár.“ Annie segir að það hafi mikið gengið á hjá Katrínu á þessu ári. Hún hafi lent í meiðslum sem hafi aftrað henni en segir möguleika að seinkun heimsleikana vegna kórónuveirunnar hafi mögulega hjálpað henni að ná sér góðri af meiðslunum. „Hún er búin að fara í gegnum erfitt ár í ár. Hún hefur verið að glíma við bakmeiðsli og það var held ég mjög hentugt fyrir hana að leikarnir frestuðust aðeins. Hún er á mjög góðum stað, andlega og líkamlega. Það verður erfitt að vinna Tiu en ef einhver getur það er það Katrín.“ Yfirleitt eru heimsleikarnir með stærra sniði en vegna kórónuveirunnar var þetta skorið niður. Einungis fimm karlar og fimm konur keppa í Bandaríkjunum um helgina og það eru kostir og gallar við það, segir Annie. Plúsar og mínusar við fimm manna úrslitin „Ég held að það sé ákveðinn léttir að vera ekki með eins marga að keppa. Það er allavega það sem mér finnst. Þær greinar sem hræða mig mest eru þær sem eru margir að byrja í einu og maður er ekki með sína braut eða sín tæki. Það er verið að berjast um sinn stað; í hlaupum og syndi og svona.“ „Núna er það ekki. Þú ert bara með þessa fimm og þarft bara að fókusera á þig og fjórar aðrar. Ég myndi halda að það væri skemmtileg staða að vera í að berjast við þessar fjórar stelpur. Að sjálfsögðu þá missirðu adrenalínið að vera með alla áhorfendurna. Það er eitthvað sem maður myndi aldrei vilja missa. Áhorfendurna og fólkið þitt í kringum þig; fjölskylduna, vinina og ættingja sem koma og styðja mann.“ „Ég held að það sé mjög skrýtið að keppa undir þessum kringumstæðum og örugglega erfiðara að keyra sig inn í svona keppnisgírinn. En að vera komin á staðinn og klukkan fer í gang og þú ert bara að fókusera á þig. Ég held að það breyti ekki svakalega miklu.“ En hvernig myndi Annie Mist lýsa Katrínu? „Ætli það sé ekki þrautseigjan. Það er aldrei búið, sama hvernig hlutirnir ganga. Þetta er búið að vera skrýtið ár og erfitt ár. Katrín er búin að vera föst úti og hefur ekki komist heim síðan í janúar held ég. Þetta er það sem hún er búin að einbeita sér að. Að koma sér í gang og vera tilbúin fyrir leikana. Hún er keppnismanneskja. Við erum það allar en hún þrífst á því að keppa við aðra og þess vegna er hún þar sem hún er,“ sagði Annie. Síðasti dagur leikanna fer fram í dag og Vísir mun eins og alla helgina fylgjast vel með Katrínu. Klippa: Sportpakkinn - Annie Mist
CrossFit Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Sjá meira