Annie Mist lofsamar Katrínu: „Hún getur alltaf komið manni á óvart“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 10:30 Annie í viðtalinu við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. stöð 2 Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, segir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé mögnuð keppnismanneskja sem þrífst á því að keppa við aðra. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi er hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram með öðruvísi þetta árið en nú fara fram svokölluð ofurúrslit þar sem fimm efstu í undankeppninni keppa um gullið. Ísland á þar einn keppenda en það er Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Möguleikar Katrínar eru mjög góðir. Hún er nú þegar orðin topp fimm í heiminum. Málið við hana er að það skiptir ekki máli hvernig mótið byrjar, það er ekki búið hjá henni fyrr en allar greinarnar eru búnar,“ sagði Annie er hún var spurð út í möguleika Katrínar. Katrín og Annie hafa lengið verið æfingarfélagar en Annie varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð. Hún varð heimsmeistari árin 2011 og 2012 og í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. „Katrín er ein af þessum manneskjum sem heldur áfram að berjast og það skiptir ekki máli hvar hún er. Hún getur alltaf komið manni á óvart. Það kæmi engum á óvart ef hún myndi vinna leikana í ár.“ Annie segir að það hafi mikið gengið á hjá Katrínu á þessu ári. Hún hafi lent í meiðslum sem hafi aftrað henni en segir möguleika að seinkun heimsleikana vegna kórónuveirunnar hafi mögulega hjálpað henni að ná sér góðri af meiðslunum. „Hún er búin að fara í gegnum erfitt ár í ár. Hún hefur verið að glíma við bakmeiðsli og það var held ég mjög hentugt fyrir hana að leikarnir frestuðust aðeins. Hún er á mjög góðum stað, andlega og líkamlega. Það verður erfitt að vinna Tiu en ef einhver getur það er það Katrín.“ Yfirleitt eru heimsleikarnir með stærra sniði en vegna kórónuveirunnar var þetta skorið niður. Einungis fimm karlar og fimm konur keppa í Bandaríkjunum um helgina og það eru kostir og gallar við það, segir Annie. Plúsar og mínusar við fimm manna úrslitin „Ég held að það sé ákveðinn léttir að vera ekki með eins marga að keppa. Það er allavega það sem mér finnst. Þær greinar sem hræða mig mest eru þær sem eru margir að byrja í einu og maður er ekki með sína braut eða sín tæki. Það er verið að berjast um sinn stað; í hlaupum og syndi og svona.“ „Núna er það ekki. Þú ert bara með þessa fimm og þarft bara að fókusera á þig og fjórar aðrar. Ég myndi halda að það væri skemmtileg staða að vera í að berjast við þessar fjórar stelpur. Að sjálfsögðu þá missirðu adrenalínið að vera með alla áhorfendurna. Það er eitthvað sem maður myndi aldrei vilja missa. Áhorfendurna og fólkið þitt í kringum þig; fjölskylduna, vinina og ættingja sem koma og styðja mann.“ „Ég held að það sé mjög skrýtið að keppa undir þessum kringumstæðum og örugglega erfiðara að keyra sig inn í svona keppnisgírinn. En að vera komin á staðinn og klukkan fer í gang og þú ert bara að fókusera á þig. Ég held að það breyti ekki svakalega miklu.“ En hvernig myndi Annie Mist lýsa Katrínu? „Ætli það sé ekki þrautseigjan. Það er aldrei búið, sama hvernig hlutirnir ganga. Þetta er búið að vera skrýtið ár og erfitt ár. Katrín er búin að vera föst úti og hefur ekki komist heim síðan í janúar held ég. Þetta er það sem hún er búin að einbeita sér að. Að koma sér í gang og vera tilbúin fyrir leikana. Hún er keppnismanneskja. Við erum það allar en hún þrífst á því að keppa við aðra og þess vegna er hún þar sem hún er,“ sagði Annie. Síðasti dagur leikanna fer fram í dag og Vísir mun eins og alla helgina fylgjast vel með Katrínu. Klippa: Sportpakkinn - Annie Mist CrossFit Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, segir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé mögnuð keppnismanneskja sem þrífst á því að keppa við aðra. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi er hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram með öðruvísi þetta árið en nú fara fram svokölluð ofurúrslit þar sem fimm efstu í undankeppninni keppa um gullið. Ísland á þar einn keppenda en það er Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Möguleikar Katrínar eru mjög góðir. Hún er nú þegar orðin topp fimm í heiminum. Málið við hana er að það skiptir ekki máli hvernig mótið byrjar, það er ekki búið hjá henni fyrr en allar greinarnar eru búnar,“ sagði Annie er hún var spurð út í möguleika Katrínar. Katrín og Annie hafa lengið verið æfingarfélagar en Annie varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð. Hún varð heimsmeistari árin 2011 og 2012 og í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. „Katrín er ein af þessum manneskjum sem heldur áfram að berjast og það skiptir ekki máli hvar hún er. Hún getur alltaf komið manni á óvart. Það kæmi engum á óvart ef hún myndi vinna leikana í ár.“ Annie segir að það hafi mikið gengið á hjá Katrínu á þessu ári. Hún hafi lent í meiðslum sem hafi aftrað henni en segir möguleika að seinkun heimsleikana vegna kórónuveirunnar hafi mögulega hjálpað henni að ná sér góðri af meiðslunum. „Hún er búin að fara í gegnum erfitt ár í ár. Hún hefur verið að glíma við bakmeiðsli og það var held ég mjög hentugt fyrir hana að leikarnir frestuðust aðeins. Hún er á mjög góðum stað, andlega og líkamlega. Það verður erfitt að vinna Tiu en ef einhver getur það er það Katrín.“ Yfirleitt eru heimsleikarnir með stærra sniði en vegna kórónuveirunnar var þetta skorið niður. Einungis fimm karlar og fimm konur keppa í Bandaríkjunum um helgina og það eru kostir og gallar við það, segir Annie. Plúsar og mínusar við fimm manna úrslitin „Ég held að það sé ákveðinn léttir að vera ekki með eins marga að keppa. Það er allavega það sem mér finnst. Þær greinar sem hræða mig mest eru þær sem eru margir að byrja í einu og maður er ekki með sína braut eða sín tæki. Það er verið að berjast um sinn stað; í hlaupum og syndi og svona.“ „Núna er það ekki. Þú ert bara með þessa fimm og þarft bara að fókusera á þig og fjórar aðrar. Ég myndi halda að það væri skemmtileg staða að vera í að berjast við þessar fjórar stelpur. Að sjálfsögðu þá missirðu adrenalínið að vera með alla áhorfendurna. Það er eitthvað sem maður myndi aldrei vilja missa. Áhorfendurna og fólkið þitt í kringum þig; fjölskylduna, vinina og ættingja sem koma og styðja mann.“ „Ég held að það sé mjög skrýtið að keppa undir þessum kringumstæðum og örugglega erfiðara að keyra sig inn í svona keppnisgírinn. En að vera komin á staðinn og klukkan fer í gang og þú ert bara að fókusera á þig. Ég held að það breyti ekki svakalega miklu.“ En hvernig myndi Annie Mist lýsa Katrínu? „Ætli það sé ekki þrautseigjan. Það er aldrei búið, sama hvernig hlutirnir ganga. Þetta er búið að vera skrýtið ár og erfitt ár. Katrín er búin að vera föst úti og hefur ekki komist heim síðan í janúar held ég. Þetta er það sem hún er búin að einbeita sér að. Að koma sér í gang og vera tilbúin fyrir leikana. Hún er keppnismanneskja. Við erum það allar en hún þrífst á því að keppa við aðra og þess vegna er hún þar sem hún er,“ sagði Annie. Síðasti dagur leikanna fer fram í dag og Vísir mun eins og alla helgina fylgjast vel með Katrínu. Klippa: Sportpakkinn - Annie Mist
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn