Kvenfélagskonur ganga á milli þriggja félagsheimila Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2020 12:25 Hópurinn sem lagði af stað í áheitagöngu dagsins frá Félagslundi í morgun. Allir áhugasamir mega slást í för í gönguna en áætlað er að henni ljúki um klukkan 16:00 í dag. Aðsent Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls. Flóahreppur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls.
Flóahreppur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira