MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2020 10:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir getur hugsað sér að flytja aftur út til Los Angeles en bara ef hún fær góða vinnu. Hún segist vera hætt öllu harki þar. Vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31