Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2020 20:00 Rúrik Gíslason hefur búið erlendis að spila knattspyrnu síðustu 17 ár en er nú fluttur til Íslands. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Þetta var innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. „Ég held að fólk eigi alltaf að fá hjálp við svona áföllum, ég hef ekki gert það reyndar sjálfur“ viðurkennir Rúrik. Hann segist þó vera á góðum stað og hefur nú meðal annars sótt fund með föður sínum hjá Sorgarmiðstöðinni. „Ég og pabbi eigum það sameiginlegt að fara svolítið áfram á hörkunni og borið okkar sorg í hljóði en ég held að það sé ekki endilega rétta leiðin. Sem betur fer er hugur manns aðeins að opnast fyrir því að fá hjálp og ræða aðeins hlutina. Það getur haft góð áhrif á mann.“ Áttu fallega stund saman Rúrik ræddi sorgina og þessa lífsreynslu í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þar sem hann var skuldbundinn erlendis í vinnu þegar móðir hans varð veik, gat hann ekki verið á Íslandi. Hann fékk svo leyfi til að fara heim eftir að móður hans hrakaði og gat þá verið með fjölskyldunni. Eftir að móðir hans var lögð inn á líknardeild voru takmarkanir á heimsóknum vegna kórónuveirufaraldursins svo þau þurftu að skiptast á að vera hjá henni. „Á endanum áttum við mjög fallega stund saman þegar hún lést, þá vorum við öll hjá henni eins og hún var búin að biðja um. Þessa síðustu daga inni á líknardeild var voða sérstakt að þurfa að ræða við mömmu sína og skipuleggja hvaða 20 manns átti að bjóða í útförina og hvaða söngvara hún vildi fá til að syngja í útförinni sinni. Hún gerði þetta allt hálf hlæjandi, hún djókaði fram á síðasta móment. Ég held og ég trúi því að hún vilji að við njótum lífsins. Það er ekkert sem við getum gert í þessu og ég trúi því að hún vilji bara að við séum hamingjusöm.“ Rúrik Gíslason ásamt móður sinni, Þóru Ragnarsdóttir.Aðsend mynd Horfði á jarðaförina í tölvunni heima Í viðtalinu kom Rúrik meðal annars inn á taktlausu pressunni frá liðinu úti í Þýskalandi um að koma til baka strax eftir að móðir hann lést, sem varð til þess að hann gat ekki verið viðstaddur jarðarförina. „Það var mjög sérstakt. Hún deyr og það voru mjög fá flug á Íslandi á þessum tíma og ég var búinn að vera á Íslandi í þrjár vikur, sem er í mínu starfi ekki endilega vel séð. Ég var farinn að finna fyrir mjög mikilli pressu að koma aftur út. Ég næ að vera viðstaddur kistulagningunni. Á líknardeildinni var hún búin að biðja mig um að vera kistuberi og ég fer í kistulagningu og svo líður vika þangað til hún er jörðuð. Ég var byrjaður að finna fyrir þannig pressu frá mínum vinnuveitanda að ég þurfti að drífa mig út til að fara aftur að spila.“ Á þessum tíma voru samt ekki leikir heldur aðeins heimaæfingar hjá liðinu. „Þannig að mér fannst það taktlaust, auðvitað. Þannig að ég fer á æfingu um morgun og flýti mér svo heim að horfa á beina útsendingu frá jarðarförinni hennar. Það var svona eitt erfiðasta mómentið. Það var svona eina mómentið sem mér fannst, ég er að bregðast henni að hafa ekki borið kistuna. En ég held að mamma hefði ekki viljað að við værum að lifa í einhverri eftirsjá eða negla okkur niður fyrir eitthvað sem við höfðum ekkert endilega stjórn á.“ Með aðeins nokkurra mánaða millibili missti Rúrik bæði móður sína og æskuvin sinn, Bjarka Má Sigvaldason. Í þessu einlæga viðtali segir hann frá missinum og sorgarúrvinnslunni eftir þessi áföll. Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við Rúrik í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fokk ég er með krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Þetta var innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. „Ég held að fólk eigi alltaf að fá hjálp við svona áföllum, ég hef ekki gert það reyndar sjálfur“ viðurkennir Rúrik. Hann segist þó vera á góðum stað og hefur nú meðal annars sótt fund með föður sínum hjá Sorgarmiðstöðinni. „Ég og pabbi eigum það sameiginlegt að fara svolítið áfram á hörkunni og borið okkar sorg í hljóði en ég held að það sé ekki endilega rétta leiðin. Sem betur fer er hugur manns aðeins að opnast fyrir því að fá hjálp og ræða aðeins hlutina. Það getur haft góð áhrif á mann.“ Áttu fallega stund saman Rúrik ræddi sorgina og þessa lífsreynslu í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þar sem hann var skuldbundinn erlendis í vinnu þegar móðir hans varð veik, gat hann ekki verið á Íslandi. Hann fékk svo leyfi til að fara heim eftir að móður hans hrakaði og gat þá verið með fjölskyldunni. Eftir að móðir hans var lögð inn á líknardeild voru takmarkanir á heimsóknum vegna kórónuveirufaraldursins svo þau þurftu að skiptast á að vera hjá henni. „Á endanum áttum við mjög fallega stund saman þegar hún lést, þá vorum við öll hjá henni eins og hún var búin að biðja um. Þessa síðustu daga inni á líknardeild var voða sérstakt að þurfa að ræða við mömmu sína og skipuleggja hvaða 20 manns átti að bjóða í útförina og hvaða söngvara hún vildi fá til að syngja í útförinni sinni. Hún gerði þetta allt hálf hlæjandi, hún djókaði fram á síðasta móment. Ég held og ég trúi því að hún vilji að við njótum lífsins. Það er ekkert sem við getum gert í þessu og ég trúi því að hún vilji bara að við séum hamingjusöm.“ Rúrik Gíslason ásamt móður sinni, Þóru Ragnarsdóttir.Aðsend mynd Horfði á jarðaförina í tölvunni heima Í viðtalinu kom Rúrik meðal annars inn á taktlausu pressunni frá liðinu úti í Þýskalandi um að koma til baka strax eftir að móðir hann lést, sem varð til þess að hann gat ekki verið viðstaddur jarðarförina. „Það var mjög sérstakt. Hún deyr og það voru mjög fá flug á Íslandi á þessum tíma og ég var búinn að vera á Íslandi í þrjár vikur, sem er í mínu starfi ekki endilega vel séð. Ég var farinn að finna fyrir mjög mikilli pressu að koma aftur út. Ég næ að vera viðstaddur kistulagningunni. Á líknardeildinni var hún búin að biðja mig um að vera kistuberi og ég fer í kistulagningu og svo líður vika þangað til hún er jörðuð. Ég var byrjaður að finna fyrir þannig pressu frá mínum vinnuveitanda að ég þurfti að drífa mig út til að fara aftur að spila.“ Á þessum tíma voru samt ekki leikir heldur aðeins heimaæfingar hjá liðinu. „Þannig að mér fannst það taktlaust, auðvitað. Þannig að ég fer á æfingu um morgun og flýti mér svo heim að horfa á beina útsendingu frá jarðarförinni hennar. Það var svona eitt erfiðasta mómentið. Það var svona eina mómentið sem mér fannst, ég er að bregðast henni að hafa ekki borið kistuna. En ég held að mamma hefði ekki viljað að við værum að lifa í einhverri eftirsjá eða negla okkur niður fyrir eitthvað sem við höfðum ekkert endilega stjórn á.“ Með aðeins nokkurra mánaða millibili missti Rúrik bæði móður sína og æskuvin sinn, Bjarka Má Sigvaldason. Í þessu einlæga viðtali segir hann frá missinum og sorgarúrvinnslunni eftir þessi áföll. Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við Rúrik í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fokk ég er með krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
„Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15
Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30