Fékk tveggja ára bann fyrir að gefa leikmönnum peninga eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 11:01 Odell Beckham Jr. fagnarhér með liðfélögum sínum í Cleveland Browní leik á móti Pittsburgh Steelers. AP/Don Wright NFL-leikmaðurinn Odell Beckham Jr. má ekki koma nálægt neinu hjá Louisiana State University fótboltaliðinu næstu tvö árin eftir að hafa brotið reglur með því að gefa leikmönnum peninga í fagnaðarlátum háskólaliðsins í byrjun þessa árs. NFL-stjarnan mætti með tvö þúsund dollara í seðlum niður á völl og gaf leikmönnum háskólaliðs LSU eftir að liðið varð háskólameistari í janúar. Það er bannað samkvæmt reglum NCAA. Yfirmenn Louisiana State University tóku þá ákvörðun að loka dyrunum á Odell Beckham Jr. næstu tvö árin en á sama tíma þarf skólinn að ganga í gegnum erfiðleika hans vegna. LSU has banned Odell Beckham Jr. from its football facilities for two years related to the NCAA's investigation into improper booster payments to its football players, first reported by Sports Illustrated.More on the penalties: https://t.co/Cod97v5kt6 pic.twitter.com/5XmhQ50ZUG— SportsCenter (@SportsCenter) October 21, 2020 Leikmenn í bandaríska háskólafótboltanum mega ekki þiggja neinar greiðslur og LSU fékk alls konar refsingar fyrir það sem Odell Beckham Jr. gerði kvöldið sem LSU varð háskólameistari. Liðið missti meðal annars átta skólastyrki næstu tvö árin og skólanum var einnig gert erfiðara fyrir í að sannfæra mögulega framtíðarleikmenn liðsins að koma í skólann. Odell Beckham Jr. er fyrrum leikmaður LSU og mætti á úrslitaleikinn þar sem LSU vann 42-25 sigur á Clemson 13. janúar síðastliðinn. Beckham Jr. spilar nú með Cleveland Browns í NFL-deildinni og er enn að lifa á risasamning sem hann fékk á sínum tíma frá New York Giants. LSU is banning Odell Beckham Jr. for two years from their facility for handing out cash after its national title win, per @SInowIt s also removing eight scholarships as a penalty for booster payment violations(via @MorganLagreeTBP)pic.twitter.com/UlH0lNJNmv— Bleacher Report (@BleacherReport) October 21, 2020 Beckham sló um sig með því að mæta með alla þessa peningaseðla og fagnaði sigrinum með því að gefa fjórum leikmönnum liðsins seðlana niður á vellinum eftir leikinn. Hann fékk síðan að fagna sigrinum með þeim inn í búningsklefa líka. Odell Beckham Jr. skrifaði á sínum tíma undir fimm ára samning sem átti að skila honum 90 milljónum dollara eða 12,5 milljarða íslenskra króna. Hann fékk 17 milljónir dollara í laun fyrir síðasta tímabil og á að fá 14,2 milljónir fyrir núverandi tímabil. NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Odell Beckham Jr. má ekki koma nálægt neinu hjá Louisiana State University fótboltaliðinu næstu tvö árin eftir að hafa brotið reglur með því að gefa leikmönnum peninga í fagnaðarlátum háskólaliðsins í byrjun þessa árs. NFL-stjarnan mætti með tvö þúsund dollara í seðlum niður á völl og gaf leikmönnum háskólaliðs LSU eftir að liðið varð háskólameistari í janúar. Það er bannað samkvæmt reglum NCAA. Yfirmenn Louisiana State University tóku þá ákvörðun að loka dyrunum á Odell Beckham Jr. næstu tvö árin en á sama tíma þarf skólinn að ganga í gegnum erfiðleika hans vegna. LSU has banned Odell Beckham Jr. from its football facilities for two years related to the NCAA's investigation into improper booster payments to its football players, first reported by Sports Illustrated.More on the penalties: https://t.co/Cod97v5kt6 pic.twitter.com/5XmhQ50ZUG— SportsCenter (@SportsCenter) October 21, 2020 Leikmenn í bandaríska háskólafótboltanum mega ekki þiggja neinar greiðslur og LSU fékk alls konar refsingar fyrir það sem Odell Beckham Jr. gerði kvöldið sem LSU varð háskólameistari. Liðið missti meðal annars átta skólastyrki næstu tvö árin og skólanum var einnig gert erfiðara fyrir í að sannfæra mögulega framtíðarleikmenn liðsins að koma í skólann. Odell Beckham Jr. er fyrrum leikmaður LSU og mætti á úrslitaleikinn þar sem LSU vann 42-25 sigur á Clemson 13. janúar síðastliðinn. Beckham Jr. spilar nú með Cleveland Browns í NFL-deildinni og er enn að lifa á risasamning sem hann fékk á sínum tíma frá New York Giants. LSU is banning Odell Beckham Jr. for two years from their facility for handing out cash after its national title win, per @SInowIt s also removing eight scholarships as a penalty for booster payment violations(via @MorganLagreeTBP)pic.twitter.com/UlH0lNJNmv— Bleacher Report (@BleacherReport) October 21, 2020 Beckham sló um sig með því að mæta með alla þessa peningaseðla og fagnaði sigrinum með því að gefa fjórum leikmönnum liðsins seðlana niður á vellinum eftir leikinn. Hann fékk síðan að fagna sigrinum með þeim inn í búningsklefa líka. Odell Beckham Jr. skrifaði á sínum tíma undir fimm ára samning sem átti að skila honum 90 milljónum dollara eða 12,5 milljarða íslenskra króna. Hann fékk 17 milljónir dollara í laun fyrir síðasta tímabil og á að fá 14,2 milljónir fyrir núverandi tímabil.
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira