Fékk tveggja ára bann fyrir að gefa leikmönnum peninga eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 11:01 Odell Beckham Jr. fagnarhér með liðfélögum sínum í Cleveland Browní leik á móti Pittsburgh Steelers. AP/Don Wright NFL-leikmaðurinn Odell Beckham Jr. má ekki koma nálægt neinu hjá Louisiana State University fótboltaliðinu næstu tvö árin eftir að hafa brotið reglur með því að gefa leikmönnum peninga í fagnaðarlátum háskólaliðsins í byrjun þessa árs. NFL-stjarnan mætti með tvö þúsund dollara í seðlum niður á völl og gaf leikmönnum háskólaliðs LSU eftir að liðið varð háskólameistari í janúar. Það er bannað samkvæmt reglum NCAA. Yfirmenn Louisiana State University tóku þá ákvörðun að loka dyrunum á Odell Beckham Jr. næstu tvö árin en á sama tíma þarf skólinn að ganga í gegnum erfiðleika hans vegna. LSU has banned Odell Beckham Jr. from its football facilities for two years related to the NCAA's investigation into improper booster payments to its football players, first reported by Sports Illustrated.More on the penalties: https://t.co/Cod97v5kt6 pic.twitter.com/5XmhQ50ZUG— SportsCenter (@SportsCenter) October 21, 2020 Leikmenn í bandaríska háskólafótboltanum mega ekki þiggja neinar greiðslur og LSU fékk alls konar refsingar fyrir það sem Odell Beckham Jr. gerði kvöldið sem LSU varð háskólameistari. Liðið missti meðal annars átta skólastyrki næstu tvö árin og skólanum var einnig gert erfiðara fyrir í að sannfæra mögulega framtíðarleikmenn liðsins að koma í skólann. Odell Beckham Jr. er fyrrum leikmaður LSU og mætti á úrslitaleikinn þar sem LSU vann 42-25 sigur á Clemson 13. janúar síðastliðinn. Beckham Jr. spilar nú með Cleveland Browns í NFL-deildinni og er enn að lifa á risasamning sem hann fékk á sínum tíma frá New York Giants. LSU is banning Odell Beckham Jr. for two years from their facility for handing out cash after its national title win, per @SInowIt s also removing eight scholarships as a penalty for booster payment violations(via @MorganLagreeTBP)pic.twitter.com/UlH0lNJNmv— Bleacher Report (@BleacherReport) October 21, 2020 Beckham sló um sig með því að mæta með alla þessa peningaseðla og fagnaði sigrinum með því að gefa fjórum leikmönnum liðsins seðlana niður á vellinum eftir leikinn. Hann fékk síðan að fagna sigrinum með þeim inn í búningsklefa líka. Odell Beckham Jr. skrifaði á sínum tíma undir fimm ára samning sem átti að skila honum 90 milljónum dollara eða 12,5 milljarða íslenskra króna. Hann fékk 17 milljónir dollara í laun fyrir síðasta tímabil og á að fá 14,2 milljónir fyrir núverandi tímabil. NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Odell Beckham Jr. má ekki koma nálægt neinu hjá Louisiana State University fótboltaliðinu næstu tvö árin eftir að hafa brotið reglur með því að gefa leikmönnum peninga í fagnaðarlátum háskólaliðsins í byrjun þessa árs. NFL-stjarnan mætti með tvö þúsund dollara í seðlum niður á völl og gaf leikmönnum háskólaliðs LSU eftir að liðið varð háskólameistari í janúar. Það er bannað samkvæmt reglum NCAA. Yfirmenn Louisiana State University tóku þá ákvörðun að loka dyrunum á Odell Beckham Jr. næstu tvö árin en á sama tíma þarf skólinn að ganga í gegnum erfiðleika hans vegna. LSU has banned Odell Beckham Jr. from its football facilities for two years related to the NCAA's investigation into improper booster payments to its football players, first reported by Sports Illustrated.More on the penalties: https://t.co/Cod97v5kt6 pic.twitter.com/5XmhQ50ZUG— SportsCenter (@SportsCenter) October 21, 2020 Leikmenn í bandaríska háskólafótboltanum mega ekki þiggja neinar greiðslur og LSU fékk alls konar refsingar fyrir það sem Odell Beckham Jr. gerði kvöldið sem LSU varð háskólameistari. Liðið missti meðal annars átta skólastyrki næstu tvö árin og skólanum var einnig gert erfiðara fyrir í að sannfæra mögulega framtíðarleikmenn liðsins að koma í skólann. Odell Beckham Jr. er fyrrum leikmaður LSU og mætti á úrslitaleikinn þar sem LSU vann 42-25 sigur á Clemson 13. janúar síðastliðinn. Beckham Jr. spilar nú með Cleveland Browns í NFL-deildinni og er enn að lifa á risasamning sem hann fékk á sínum tíma frá New York Giants. LSU is banning Odell Beckham Jr. for two years from their facility for handing out cash after its national title win, per @SInowIt s also removing eight scholarships as a penalty for booster payment violations(via @MorganLagreeTBP)pic.twitter.com/UlH0lNJNmv— Bleacher Report (@BleacherReport) October 21, 2020 Beckham sló um sig með því að mæta með alla þessa peningaseðla og fagnaði sigrinum með því að gefa fjórum leikmönnum liðsins seðlana niður á vellinum eftir leikinn. Hann fékk síðan að fagna sigrinum með þeim inn í búningsklefa líka. Odell Beckham Jr. skrifaði á sínum tíma undir fimm ára samning sem átti að skila honum 90 milljónum dollara eða 12,5 milljarða íslenskra króna. Hann fékk 17 milljónir dollara í laun fyrir síðasta tímabil og á að fá 14,2 milljónir fyrir núverandi tímabil.
NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira