Kynning CrossFit á Katrínu Tönju: Aldrei hægt að afskrifa fyrrum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir með Mat Fraser og þjálfara sínum Ben Bergeron eftir síðasta sigur sinn á heimsleikunum í CrossFit árið 2016. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Sjá meira