Djúpar lægðir í kortunum næstu sex daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 07:00 Í þessari vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á laugardaginn sést að það verður ansi hvasst á suðusturhluta landsins. Veðurstofa Íslands Veðurspár gera nú ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu sex dagana og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að það sem af er október hafi vindur verið hægari á landinu en oftast sé raunin á þessum árstíma. Margir hafi nýtt rólega daga undanfarið til útivistar í haustkyrrðinni en nú sé hins vegar breytingar á veðurlagi í vændum: „[…] því spár gera ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu 6 daga og jafnvel lengur. Austan- og norðaustanátt verða þá ríkjandi hjá okkur og oft á tíðum hvasst, vonandi gefast þó einhverjir dagpartar með hægari vindi milli lægða. Með lægðunum fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir að mesta úrkoman verði á austanverðu landinu, en í minna mæli vestanlands,“ segir í hugleiðingunum. Í dag verður vaxandi austanátt nú í morgunsárið og má búast við allhvössum vindi nokkuð víða þegar kemur fram á daginn. Þegar líða fer að kvöldi slær svo væntanlega í storm syðst á landinu. „Þó ber að taka fram að norðanlands verður vindur skaplegur í dag. Í suðausturfjórðungi landsins verður lengst af rigning, en í öðrum landshlutum verður úrkoma lítil, í mesta lagi dálítil rigning um tíma. Hitinn yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig, en kaldara norðaustantil á landinu þangað til síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Gengur í austan 13-18 m/s í dag og 18-23 syðst undir kvöld, en hægari vindur norðanlands. Rigning eða slydda um landið suðaustanvert, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig, en kaldara norðaustanlands þangað til síðdegis. Austan 10-18 á morgun og víða rigning með köflum, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Austan 13-20 m/s. Rigning, talsverð á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst syðst á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Norðaustan 15-23, hvassast á Vestfjörðum og í vindstrengjum suðaustanlands. Rigning eða slydda, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Stíf norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en þurrt suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
Veðurspár gera nú ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu sex dagana og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að það sem af er október hafi vindur verið hægari á landinu en oftast sé raunin á þessum árstíma. Margir hafi nýtt rólega daga undanfarið til útivistar í haustkyrrðinni en nú sé hins vegar breytingar á veðurlagi í vændum: „[…] því spár gera ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu 6 daga og jafnvel lengur. Austan- og norðaustanátt verða þá ríkjandi hjá okkur og oft á tíðum hvasst, vonandi gefast þó einhverjir dagpartar með hægari vindi milli lægða. Með lægðunum fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir að mesta úrkoman verði á austanverðu landinu, en í minna mæli vestanlands,“ segir í hugleiðingunum. Í dag verður vaxandi austanátt nú í morgunsárið og má búast við allhvössum vindi nokkuð víða þegar kemur fram á daginn. Þegar líða fer að kvöldi slær svo væntanlega í storm syðst á landinu. „Þó ber að taka fram að norðanlands verður vindur skaplegur í dag. Í suðausturfjórðungi landsins verður lengst af rigning, en í öðrum landshlutum verður úrkoma lítil, í mesta lagi dálítil rigning um tíma. Hitinn yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig, en kaldara norðaustantil á landinu þangað til síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Gengur í austan 13-18 m/s í dag og 18-23 syðst undir kvöld, en hægari vindur norðanlands. Rigning eða slydda um landið suðaustanvert, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig, en kaldara norðaustanlands þangað til síðdegis. Austan 10-18 á morgun og víða rigning með köflum, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Austan 13-20 m/s. Rigning, talsverð á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst syðst á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Norðaustan 15-23, hvassast á Vestfjörðum og í vindstrengjum suðaustanlands. Rigning eða slydda, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Stíf norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en þurrt suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira