Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 22:02 Frans páfi í Vatíkaninu í dag. AP/Gregorio Borgia Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Heimildarmyndin Francesco var sýnt á kvikmyndahátíð Róm og inniheldur hún nokkur viðtöl við páfann þar sem hann ræðir þau málefni sem á honum brenna. Þar á meðal eru umhverfismál, fátækt, fólksflutningar, kynþáttamisrétti og fátækt, svo eitthvað sé nefnt. „Samkynhneigt fólk á rétt á því að vera í fjölskyldu. Þau eru börn guðs,“ sagði Frans í einu viðtalinu. „Þú getur ekki sparkað einhverjum úr fjölskyldu, eða gert líf þeirra óbærileg vegna þessa. Það sem við þurfum að hafa er löggild sambúð. Þannig eru þau varin í lögum.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Frans lýst yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para þegar hann var biskup í Argentínu en hann hefur þó aldrei gert það áður sem páfi. Það hafi engin páfi gert áður. Í frétt AP segir einnig að umhverfi páfans í viðtalinu sé eins og umhverfi í öðru viðtali sem hann var í hjá Televisa í Mexíkó í fyrra. Talið sé að umrætt viðtal hafi verið tekið upp þá. Fréttaveitan segir að margir hafi tekið ummælunum fagnandi en þó ekki allir. Thomas Tobin, biskup í Rhode Island í Bandaríkjunum, kallaði til að mynda eftir því að Frans útskýrði ummælin frekar. „Yfirlýsing páfans er greinilega í trássi við langvarandi afstöðu kirkjunnar um sambönd samkynja aðila,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir sambönd sem eru í eðli sínu ósiðleg.“ Samkvæmt kaþólsku kirkjunni eru samkynhneigðar tilhneigingar ekki syndir en það að sænga hjá samkynja aðila er synd. Kirkjan segir að koma eigi fram við samkynhneigt fólk af virðingu en ekki styðja lögleiðingu hjónabanda samkynja para.
Trúmál Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Tengdar fréttir Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07 Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36 Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Kardinála í Páfagarði gert að segja af sér Háttsettur embættismaður í Páfagarði sagði óvænt af sér í dag vegna ásakana um að hann hafi gefið bróður sínum fé frá kaþólsku kirkjunni. 25. september 2020 14:07
Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu. 12. febrúar 2020 11:36
Páfinn biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu Frans páfi hefur beðist afsökunar á að hafa slegið í hönd konu þar sem hún reyndi að toga hann til sín á Péturstorginu í Páfagarði á gamlársdag. 2. janúar 2020 08:39