Settu ákvörðunina í hendur iðkenda sem vildu langflestir hafa lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 16:41 Reebok Fitness H0ltagarðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14