Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 21. október 2020 12:14 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ánægjulegt að nýgengi smits sé á niðurleið. Hann hefur þó áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað aftur í ljósi opnunar hjá líkamsræktarstöðvum. „Staðan er þannig að nýgengið er að fara niður og við sjáum að kúrvan er að fara niður en þetta getur alveg gengið svona upp og niður á milli daga. En það er greinilega niðursveifla í þessu og það er mjög ánægjulegt,“ segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu. Hann telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á síðustu tveimur til þremur vikum og svo samtakamáttur þjóðarinnar séu að skila árangri. Það sé einnig ánægjulegt. „Við getum gert þetta ef við tökum höndum saman“ „Og sýnir það að við getum gert þetta ef við tökum höndum saman. Við þurfum bara að halda áfram til þess að ná þessu neðar niður á sama tíma og við förum kannski eitthvað að slaka á,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann búist við því að tölur yfir fjölda smitaðra fari hækkandi næstu daga frá því sem nú er segir hann það alveg geta gerst. „Það getur komið svona hópsýking upp einhvers staðar þar sem tölurnar fara upp eins og þessi hópsýking sem varð þarna í bátnum fyrir vestan þannig að það getur ýmislegt gerst sem gerir það að verkum að tölurnar fara upp aftur. Það skyldi maður aldrei útiloka en við vonum bara að það gerist ekki.“ Ósáttir við að vera áfram um borð með hinum sýktu Báturinn sem Þórólfur vísar til er frystiskipið Júlíus Germundsson frá Ísafirði. 19 af 25 áhafnarmeðlimum eru með Covid-19. Áhöfnin hafði verið um þrjár vikur á sjó og sýndu nokkrir starfsmenn flensueinkenni. Í gær fóru áhafnarmeðlimir í mótefnamælingu og mun niðurstaðan liggja fyrir síðar í dag. Heimildir fréttastofu herma að þeir sem ekki eru sýktir séu ósáttir með að þurfa að vera áfram um borð í togaranum með hinum sýktu þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður út í hvort ekki hafi verið talið betra að þeir myndu vera í sóttkví heima hjá sér segir Þórólfur: „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Hættuspil að hópast saman Þó nokkuð margar líkamsræktarstöðvar opnuðu í gær í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Reglugerðin heimilar líkamsræktarstöðvum að halda hópatíma þar sem tuttugu manna samkomubann er virt og ítrustu sóttvörnum fylgt. Ljóst er að margir hafa beðið spenntir eftir því að komast aftur í ræktina en til dæmis var nánast fullt í alla hópatíma hjá World Class í gær. Þórólfur kveðst hafa áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað vegna þessa. „Ef fólk fer að hópast saman og það skiptir engu máli hvað við köllum starfsemina þar sem fólk er að hópast saman. Öll starfsemi þar sem fólk hópast saman og er kannski hvert ofan í öðru, það er áhættuspil hvað varðar veiruna og það er það sem við erum að reyna biðja menn um að forðast og gera ekki. Það er að segja að hópast ekki saman, vera ekki í mikilli nánd og passa snertingu á sameiginlegum hlutum, sótthreinsa og hreinsa vel,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Sjá meira
Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ánægjulegt að nýgengi smits sé á niðurleið. Hann hefur þó áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað aftur í ljósi opnunar hjá líkamsræktarstöðvum. „Staðan er þannig að nýgengið er að fara niður og við sjáum að kúrvan er að fara niður en þetta getur alveg gengið svona upp og niður á milli daga. En það er greinilega niðursveifla í þessu og það er mjög ánægjulegt,“ segir Þórólfur í viðtali við fréttastofu. Hann telur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á síðustu tveimur til þremur vikum og svo samtakamáttur þjóðarinnar séu að skila árangri. Það sé einnig ánægjulegt. „Við getum gert þetta ef við tökum höndum saman“ „Og sýnir það að við getum gert þetta ef við tökum höndum saman. Við þurfum bara að halda áfram til þess að ná þessu neðar niður á sama tíma og við förum kannski eitthvað að slaka á,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann búist við því að tölur yfir fjölda smitaðra fari hækkandi næstu daga frá því sem nú er segir hann það alveg geta gerst. „Það getur komið svona hópsýking upp einhvers staðar þar sem tölurnar fara upp eins og þessi hópsýking sem varð þarna í bátnum fyrir vestan þannig að það getur ýmislegt gerst sem gerir það að verkum að tölurnar fara upp aftur. Það skyldi maður aldrei útiloka en við vonum bara að það gerist ekki.“ Ósáttir við að vera áfram um borð með hinum sýktu Báturinn sem Þórólfur vísar til er frystiskipið Júlíus Germundsson frá Ísafirði. 19 af 25 áhafnarmeðlimum eru með Covid-19. Áhöfnin hafði verið um þrjár vikur á sjó og sýndu nokkrir starfsmenn flensueinkenni. Í gær fóru áhafnarmeðlimir í mótefnamælingu og mun niðurstaðan liggja fyrir síðar í dag. Heimildir fréttastofu herma að þeir sem ekki eru sýktir séu ósáttir með að þurfa að vera áfram um borð í togaranum með hinum sýktu þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður út í hvort ekki hafi verið talið betra að þeir myndu vera í sóttkví heima hjá sér segir Þórólfur: „Það er bara ákvörðun þeirra fyrir vestan hvernig að því er staðið. Sumir búa þarna fyrir vestan en helmingurinn af áhöfninni býr annars staðar, býr hér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis og það er meiriháttar mál að flytja þá á milli landshluta fyrr en við vitum hvernig staðan er. Það er allt bara í undirbúningi.“ Hættuspil að hópast saman Þó nokkuð margar líkamsræktarstöðvar opnuðu í gær í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Reglugerðin heimilar líkamsræktarstöðvum að halda hópatíma þar sem tuttugu manna samkomubann er virt og ítrustu sóttvörnum fylgt. Ljóst er að margir hafa beðið spenntir eftir því að komast aftur í ræktina en til dæmis var nánast fullt í alla hópatíma hjá World Class í gær. Þórólfur kveðst hafa áhyggjur af því að smituðum geti fjölgað vegna þessa. „Ef fólk fer að hópast saman og það skiptir engu máli hvað við köllum starfsemina þar sem fólk er að hópast saman. Öll starfsemi þar sem fólk hópast saman og er kannski hvert ofan í öðru, það er áhættuspil hvað varðar veiruna og það er það sem við erum að reyna biðja menn um að forðast og gera ekki. Það er að segja að hópast ekki saman, vera ekki í mikilli nánd og passa snertingu á sameiginlegum hlutum, sótthreinsa og hreinsa vel,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Sjá meira