Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 12:05 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira