Góðir lokadagar í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 21. október 2020 11:51 Kristján með vænan sjóbirting úr Tungufljóti Veiðinni er að ljúka á þessu tímabili og það verður ekki annað sagt en að áhugavert sumar sé á enda runnið. Lokadagarnir í Tungufljóti hafa verið góðir og næst síðustu hollin í ánni áttu mjög góða daga og það voru vænir fiskar sem voru að taka flugur veiðimanna. Kristján Pál Rafnsson hjá Fishpartner var við Tungufljótið síðustu daga og það var gott í honum hljóðið þegar við ræddum við hann. "Ég var að veiða og svo gæda í næst seinustu hollum í Tungufljóti í Skaftártungu og það var mikill fiskur og svakalegir boltar þar innan um. Við fengum upp í 16 punda fiska en mikið af því sem við vorum að landa var á bilinu 10 - 14 pund. Það er nú bara eiginlega eins og það gerist best verð ég að segja" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi í morgun. "Það sem er gaman að sjá líka er að það er en fiskur að ganga. Við fengum silfurbjarta fiska inná milli og það var einn nýgenginn í Búrhyl sem var senninlega um meterinn. Það var mikið reynt við kauða en hann vissi betur. Hann verður kannski í ánni apríl og þá í stuði til að taka. Tungufljótið endaði í 510 urriðum, 80 löxum og 77 bleikjum." bætti Kristján við. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði
Veiðinni er að ljúka á þessu tímabili og það verður ekki annað sagt en að áhugavert sumar sé á enda runnið. Lokadagarnir í Tungufljóti hafa verið góðir og næst síðustu hollin í ánni áttu mjög góða daga og það voru vænir fiskar sem voru að taka flugur veiðimanna. Kristján Pál Rafnsson hjá Fishpartner var við Tungufljótið síðustu daga og það var gott í honum hljóðið þegar við ræddum við hann. "Ég var að veiða og svo gæda í næst seinustu hollum í Tungufljóti í Skaftártungu og það var mikill fiskur og svakalegir boltar þar innan um. Við fengum upp í 16 punda fiska en mikið af því sem við vorum að landa var á bilinu 10 - 14 pund. Það er nú bara eiginlega eins og það gerist best verð ég að segja" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi í morgun. "Það sem er gaman að sjá líka er að það er en fiskur að ganga. Við fengum silfurbjarta fiska inná milli og það var einn nýgenginn í Búrhyl sem var senninlega um meterinn. Það var mikið reynt við kauða en hann vissi betur. Hann verður kannski í ánni apríl og þá í stuði til að taka. Tungufljótið endaði í 510 urriðum, 80 löxum og 77 bleikjum." bætti Kristján við.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði