Hafnfirðingar leita að hundinum Mola: 150 þúsund króna fundarlaun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 11:32 Fjölskylduhundurinn Moli slapp út af pallinum við heimili sitt á mánudag. Hann varð hræddur og hljóp í burtu. Eigendurnir hafa leitað dag og nótt og bjóða 150.000 króna fundarlaun. Myndir úr einkasafni Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Margir Hafnfirðingar hafa síðan á mánudag tekið þátt í leit að ljósbrúna Chihuahua hundinum Mola, sem hefur verið týndur í tvo sólarhringa. Eigendurnir auglýsa 150.000 króna fundarlaun ef einhver finnur Mola á lífi. „Moli er fjögurra ára og kom til okkar fyrir hálfu ári síðan. Við fengum hann frá vinkonu minni, þar sem dýrahald er ekki leyft í húsnæðinu sem hún leigir,“ segir Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir eigandi Mola í samtali við Vísi. Hún segir að fjölskyldunni líði alveg ömurlega og hafa þau leitað á stóru svæði síðustu daga. „Moli er yndislegur í alla staði. Barngóður kúrari með einstakt geðslag og við söknum hans mikið. Hann fór út af pallinum hérna heima, varð hræddur og hljóp af stað. Þetta gerðist á mánudaginn 19. október klukkan 12.30.“ Sást við World Class, Reykjanesbrautina og á Holtinu Fjölskyldan býr í Vallarhverfinu í Hafnarfirði og hefur Moli sést nokkrum sinnum eftir að hann hvarf, en þó við Reykjanesbrautina og í næsta hverfi. „Fyrst sást hann hjá Worldclass á Völlunum í Hafnarfirði, þar sem hann hljóp upp á Reykjanesbrautina. Það næsta sem við heyrum er að hann er kominn hinu megin við brautina, Straumsvíkur megin, neðarlega í Holtinu og svo sást hann á Holtinu tvisvar sinnum eftir það. Fyrst við bátaskúrana og svo við Hvaleyrarskóla en þetta var allt á mánudaginn svo hann gæti allt eins verið hvar sem er núna. Eftir þetta höfum við ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar.“ Þorgerður segir að þau hafi leitað 10 til 15 saman um allan Hafnarfjörð síðan Moli týndist, dag og nótt. „Við höfum við verið að leita stanslaust auk fjölda fólks og hunda, sem hafa boðið fram aðstoð sína við leitina.“ Betra að hringja en að reyna að ná honum Þau settu inn auglýsinga í hverfishópana í Hafnarfirði sem og Hundasamfélagið á Facebook og hafa fengið þar mikla hjálp við leitina. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og allir boðnir og búnir til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við erum virkilega þakklát fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið.“ Þorgerður segir að Moli sé yfirleitt feiminn og var um sig við ókunnuga svo hann gæti hugsanlega orðið hræddur ef ókunnugir nálgast hann. „Það er líklegt að hann svari nafninu sínu og vonum við að hann geri það. Best væri að hringja í okkur ef sést til hans og við komum strax.“ Ef einhver verður var við Mola er hægt að hringja í Þorgerði í síma 865-3965 eða Kristínu í síma 846-8244. „Við teljum að best sé að hringja beint í okkur en ekki að reyna ná honum sjálf. Það eru 150.000 kr. fundarlaun í boði fyrir þann sem getur hjálpað okkur að finna Mola.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira