79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. október 2020 10:50 Björn Hlynur með einn af löxunum sem hann veidii í gær við lokun Eystri Rangár Síðasti veiðidagurinn í Eystri Rangá var í gær og það er óhætt að segja að áinn sem er aflahæst í sumar hafi lokað með stæl. Það var valinn maður í hverju rúmi í þessu holli eftir okkar heimildum og einn af þeim er Björn Hlynur Pétursson en hann hefur verið duglegur í Eystri Rangá í allt sumar. Hann átti frábæran dag sjálfur með 25 laxa á land en hollið landaði í það heila 79 löxum. Hann sendi okkur smá skeyti eftir daginn og við þökkum honum kærlega fyrir að deila deginum með okkur. "Við fórum þarna fjórir félagar og lönduðum 79 löxum þarna þennan síðasta dag í Eystri Rangá og byrjuðum kl 08 í -2 gráðum uppá svæði 9 þar sem bókstaflega allt var kjaftfullt af laxi, lönduðum mörgum flottum löxum þar. Eftir hádegi var ferðinni heitið á svæði 6 og Rangárvað en það var bókstaflega lax á í öðru hverju kasti hjá okkur, ótrúlegt að yfir allan dagin var fremur kalt og náði hiti mest yfir daginn um 2 gráður. Jónas Kristinn Jóhannsson með 88 sm hrygnu sem veiddist í gær í Eystri Rangá og var sett í klakkistu Á svæði 6 var mörgum flottum löxum landað og þar á meðal kom 90 cm hængur á land og nýgenginn hrygna sem var 88 cm veidd af honum Jónasi Kristinn Jóhannssyni. Laxinn var bara í miklu tökustuði þennan dag hjá okkur og voru allskonar flugur notaðar yfir daginn. Túpur alveg frá tommu stærð alveg niður í flugur í stærð 18. Rauður frances, Silver doctor og líka heimahnýtt vopn sem voru bleitt þarna í fyrsta skipti. Þetta var bara sannkölluð Paradís þarna þennann síðasta dag. Öllum vænum laxi var settur í kistu og sleppt og áinn pökkuð af laxi." Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Síðasti veiðidagurinn í Eystri Rangá var í gær og það er óhætt að segja að áinn sem er aflahæst í sumar hafi lokað með stæl. Það var valinn maður í hverju rúmi í þessu holli eftir okkar heimildum og einn af þeim er Björn Hlynur Pétursson en hann hefur verið duglegur í Eystri Rangá í allt sumar. Hann átti frábæran dag sjálfur með 25 laxa á land en hollið landaði í það heila 79 löxum. Hann sendi okkur smá skeyti eftir daginn og við þökkum honum kærlega fyrir að deila deginum með okkur. "Við fórum þarna fjórir félagar og lönduðum 79 löxum þarna þennan síðasta dag í Eystri Rangá og byrjuðum kl 08 í -2 gráðum uppá svæði 9 þar sem bókstaflega allt var kjaftfullt af laxi, lönduðum mörgum flottum löxum þar. Eftir hádegi var ferðinni heitið á svæði 6 og Rangárvað en það var bókstaflega lax á í öðru hverju kasti hjá okkur, ótrúlegt að yfir allan dagin var fremur kalt og náði hiti mest yfir daginn um 2 gráður. Jónas Kristinn Jóhannsson með 88 sm hrygnu sem veiddist í gær í Eystri Rangá og var sett í klakkistu Á svæði 6 var mörgum flottum löxum landað og þar á meðal kom 90 cm hængur á land og nýgenginn hrygna sem var 88 cm veidd af honum Jónasi Kristinn Jóhannssyni. Laxinn var bara í miklu tökustuði þennan dag hjá okkur og voru allskonar flugur notaðar yfir daginn. Túpur alveg frá tommu stærð alveg niður í flugur í stærð 18. Rauður frances, Silver doctor og líka heimahnýtt vopn sem voru bleitt þarna í fyrsta skipti. Þetta var bara sannkölluð Paradís þarna þennann síðasta dag. Öllum vænum laxi var settur í kistu og sleppt og áinn pökkuð af laxi."
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði