Kristján er samkynhneigður kraftlyftingamaður: „Fólk er mikið að móðgast fyrir mína hönd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2020 10:29 Kristján byrjaði í sportinu árið 2011 og á sama tíma var hann að koma út úr skápnum. Kristján S. Níelsson, 27 ára samkynhneigður aflraunamaður, á þann draum að verða sterkasti maður Íslands og hefur hann unnið að því undanfarin tíu ár. Hann æfir í fjóra til fimm tíma á dag og er viss um að einn daginn nái hann í fyrsta sætið. Hann segist aldrei hafa upplifað fordóma vegna kynhneigðar sinnar. „Ég var lítill feitur krakki og byrjaði fjórtán eða fimmtán ára gamall í Bootcamp og það var hún stjúpmamma mín sem henti mér í það. Það þurfti að gera eitthvað, ég var orðinn svo hrikalega lítill og bústinn,“ segir Kristján en þar kynntist hann þjálfara þar sem var að þjálfa kraftlyftingar. „Hann spyr mig hvort ég vildi ekki læra bekkpressu og ég bara hugsaði, jú af hverju ekki. Svo spyr hann mig hvort ég vilji keppa í bekkpressumóti eftir þrjá mánuði og ég ákvað að kýla á það og eftir það hef ég ekki stoppað,“ segir Kristján en þetta var árið 2011. Hann varð strax hrifinn af kraftlyftingum. Hann segist hafa unnið mótið í sínum flokki. „Þá var kominn mjög góður hvati og fíkn ef þú vilt kalla það. Það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað, þetta er erfitt og maður er alltaf að slasa sig.“ Það er varla hægt að finna harðara sport en þetta og sumir myndu kannski segja karlmannlegra sport og mögulega kemur einhverjum á óvart að samkynhneigður maður stundi það. Kristján tekur undir það enda virðist hann vera sá eini. Sagði öllum á einum degi „Ég veit ekki um aðra, ekki það að ég hafi eitthvað verið að leita. Ég kom út úr skápnum árið 2011 þegar ég byrjaði að lyfta. Ég átta mig á þessu um fjórtán ára og barðist svo sem ekkert við þetta. Ég er það þrjóskur að þegar eitthvað byrjar að bögga mig þá bara ákvað ég að drífa þetta af. Ég kláraði þetta á einum degi, að láta alla vita. Fólk tók þessu vel en margir voru vel sjokkeraðir,“ segir Kristján og bætir við að það hafi í rauninni ekki verið neitt mál að koma út úr skápnum. Hann hefur aldrei falið þetta fyrir neinum. „Ég var svo sem ekkert að auglýsa þetta enda kemur þetta sportinu lítið við. En það vissu þetta allir hér í lyftingasalnum. Hér var þessu bara tekið venjulega og ekkert vesen. Ég var ekkert hræddur um að þetta yrði eitthvað vesen, en þetta fer eftir karakter. Ég er aldrei hræddur um að neitt verði eitthvað vesen.“ Kristján á breskan kærasta og hér má sjá parið á góðri stundu. Kristján segist aldrei hafa fundið fyrir fordómum. Hann segist alls ekki vilja gera lítið úr upplifun annarra en vill heldur ekki að fólk sé að upplifa eitthvað fyrir hann. „Ég hef oft rifist við systir mína um það hvort ég hafi þurft að upplifa fordóma. Nei, ég tek því ekki sem fordómum. Þú kannski sérð þetta sem fordóma en ég sé þetta sem djók með vinum. Það má djóka og það eru engir fordómar á bak við það. Það er kannski leiðinlegt fyrir suma að heyra þetta en t.d. ef ég næ ekki lyftu hér þá fæ ég kannski að heyra frá öðrum hér, þú ert notla hommatittur,“ segir Kristján og skellihlær. Það má djóka „Þetta er eitthvað sem væri mjög móðgandi fyrir suma en fyrir mér er þetta partur af mínu djóki og mínum húmor og ég tek alveg undir þetta,“ segir Kristján og bætir við að þetta geti verið einkennilegt fyrir suma að heyra sem eru ekki inni í hans vinahóp. Hann segir að fólk verði að geta djókað án þess að vera stimplað vont eða fordómafullt. „Í enda dags ber þú ábyrgð á því hvernig þú tekur hlutunum. Ég hef alltaf verið þannig að ég tek ekki hlutunum nærri mér. Svo fer fólk að móðgast fyrir þína hönd en ég og mín reynsla skiptir bara máli. Þú mátt horfa á þetta sem fordóma og titla þetta þannig en ef ég kýs að segja að þetta séu ekki fordómar, þá eru þetta ekki fordómar. Þetta fer kannski ekki í taugarnar á mér en það er mjög erfitt að útskýra þetta fyrir fólki. Fólk er mikið í því að móðgast fyrir mína hönd.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Kraftlyftingar Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Kristján S. Níelsson, 27 ára samkynhneigður aflraunamaður, á þann draum að verða sterkasti maður Íslands og hefur hann unnið að því undanfarin tíu ár. Hann æfir í fjóra til fimm tíma á dag og er viss um að einn daginn nái hann í fyrsta sætið. Hann segist aldrei hafa upplifað fordóma vegna kynhneigðar sinnar. „Ég var lítill feitur krakki og byrjaði fjórtán eða fimmtán ára gamall í Bootcamp og það var hún stjúpmamma mín sem henti mér í það. Það þurfti að gera eitthvað, ég var orðinn svo hrikalega lítill og bústinn,“ segir Kristján en þar kynntist hann þjálfara þar sem var að þjálfa kraftlyftingar. „Hann spyr mig hvort ég vildi ekki læra bekkpressu og ég bara hugsaði, jú af hverju ekki. Svo spyr hann mig hvort ég vilji keppa í bekkpressumóti eftir þrjá mánuði og ég ákvað að kýla á það og eftir það hef ég ekki stoppað,“ segir Kristján en þetta var árið 2011. Hann varð strax hrifinn af kraftlyftingum. Hann segist hafa unnið mótið í sínum flokki. „Þá var kominn mjög góður hvati og fíkn ef þú vilt kalla það. Það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað, þetta er erfitt og maður er alltaf að slasa sig.“ Það er varla hægt að finna harðara sport en þetta og sumir myndu kannski segja karlmannlegra sport og mögulega kemur einhverjum á óvart að samkynhneigður maður stundi það. Kristján tekur undir það enda virðist hann vera sá eini. Sagði öllum á einum degi „Ég veit ekki um aðra, ekki það að ég hafi eitthvað verið að leita. Ég kom út úr skápnum árið 2011 þegar ég byrjaði að lyfta. Ég átta mig á þessu um fjórtán ára og barðist svo sem ekkert við þetta. Ég er það þrjóskur að þegar eitthvað byrjar að bögga mig þá bara ákvað ég að drífa þetta af. Ég kláraði þetta á einum degi, að láta alla vita. Fólk tók þessu vel en margir voru vel sjokkeraðir,“ segir Kristján og bætir við að það hafi í rauninni ekki verið neitt mál að koma út úr skápnum. Hann hefur aldrei falið þetta fyrir neinum. „Ég var svo sem ekkert að auglýsa þetta enda kemur þetta sportinu lítið við. En það vissu þetta allir hér í lyftingasalnum. Hér var þessu bara tekið venjulega og ekkert vesen. Ég var ekkert hræddur um að þetta yrði eitthvað vesen, en þetta fer eftir karakter. Ég er aldrei hræddur um að neitt verði eitthvað vesen.“ Kristján á breskan kærasta og hér má sjá parið á góðri stundu. Kristján segist aldrei hafa fundið fyrir fordómum. Hann segist alls ekki vilja gera lítið úr upplifun annarra en vill heldur ekki að fólk sé að upplifa eitthvað fyrir hann. „Ég hef oft rifist við systir mína um það hvort ég hafi þurft að upplifa fordóma. Nei, ég tek því ekki sem fordómum. Þú kannski sérð þetta sem fordóma en ég sé þetta sem djók með vinum. Það má djóka og það eru engir fordómar á bak við það. Það er kannski leiðinlegt fyrir suma að heyra þetta en t.d. ef ég næ ekki lyftu hér þá fæ ég kannski að heyra frá öðrum hér, þú ert notla hommatittur,“ segir Kristján og skellihlær. Það má djóka „Þetta er eitthvað sem væri mjög móðgandi fyrir suma en fyrir mér er þetta partur af mínu djóki og mínum húmor og ég tek alveg undir þetta,“ segir Kristján og bætir við að þetta geti verið einkennilegt fyrir suma að heyra sem eru ekki inni í hans vinahóp. Hann segir að fólk verði að geta djókað án þess að vera stimplað vont eða fordómafullt. „Í enda dags ber þú ábyrgð á því hvernig þú tekur hlutunum. Ég hef alltaf verið þannig að ég tek ekki hlutunum nærri mér. Svo fer fólk að móðgast fyrir þína hönd en ég og mín reynsla skiptir bara máli. Þú mátt horfa á þetta sem fordóma og titla þetta þannig en ef ég kýs að segja að þetta séu ekki fordómar, þá eru þetta ekki fordómar. Þetta fer kannski ekki í taugarnar á mér en það er mjög erfitt að útskýra þetta fyrir fólki. Fólk er mikið í því að móðgast fyrir mína hönd.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Kraftlyftingar Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira