Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 08:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira