Þjálfari Katrínar Tönju skemmti sinni konu með danstilþrifum í búbblunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ben Bergeron hafa unnið lengi saman. Instagram/@benbergeron Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT CrossFit Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira
Nú eru bara örfáir dagar í að Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir við fjórar CrossFit konur um heimsmeistaratitilinn í CrossFit sem íslenska CrossFit drottningin gefur nú unnið í þriðja sinn á ferlinum. Hver og einn keppandi í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit mátti taka með sér einn aðstoðarmann inn í CrossFit búbbluna og Katrín Tanja Davíðsdóttir valdi þjálfarann sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron hefur verið aðalþjálfari Katrínar í fimm ár en hún flutti frá Ryekjavík til Boston til að geta æft hjá honum. Keppnin um heimsmeistaratitilinn í CrossFit hefst á föstudaginn og mun taka þrjá daga. Keppnisstjóri CrossFit hefur lýst því yfir að þetta verði erfiðustu heimsleikarnir sem haldnir hafa verið og það má því búast við mjög krefjandi æfingum. View this post on Instagram Finishing touches. // 3 days out! - Got to do today s training at the venue & it felt really good to get to be in the competition space! It s looking really GOOD! @crossfitgames A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 20, 2020 at 3:23pm PDT Ben Bergeron hefur margoft sýnt að hann svífst einskis til að herða Katrínu Tönju upp og undirbúa hana undir að ráða við alls konar áreiti. Honum er mjög umhugað um andlega þáttinn hjá sínum íþróttamönnum. Bergeron er þó ekki bara að öskra Katrínu áfram á æfingunum því hann er líka maðurinn til að létta andann á réttum tímapunktum. Katrín Tanja náði þannig að taka upp á myndband þegar Ben Bergeron dansaði fyrir hana eftir eina æfingu þeirra í Aromas. Það verður að teljast góðar fréttir af okkar konu þegar þjálfari hennar er alveg „dansandi glaður“ nokkrum dögum fyrir heimsleika. Katrín Tanja hefur líka mjög gaman af þjálfara sínum og það má heyra hana skella upp úr á meðan dansinum stendur. Það má sjá þennan dans hjá Ben Bergeron hér fyrir neðan. View this post on Instagram Final prep during Games Week got me... #hitit #ittakestwo #heatherwouldbeproud by @katrintanja A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Oct 19, 2020 at 8:10pm PDT
CrossFit Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira