Stein­dautt á Brúnni, Lazio skellti Dort­mund og Messi skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Messi og Dembele fagna síðasta marki kvöldsins hjá Barcelona.
Messi og Dembele fagna síðasta marki kvöldsins hjá Barcelona. Alex Caparros/Getty Images

Chelsea fékk enga draumabyrjun í Meistaradeildinni í dag er þeir gerðu markalaust jafnetfli við Sevilla í E-riðlinum. Öll lið E-riðilsins eru því með jafn mörg stig því Krasnodar og Rennes gerðu einnig 1-1 jafntefli.

Barcelona er komð á blað í G-riðlinum er þeir unnu 5-1 sigur á Ferencvaros á heimavelli. Barcelona og Juventus eru því með þrjú stig en Ferencvaros og Dyanmo Kiev án stiga.

Lionel Messi kom Börsungum yfir úr vítaspyrnu á 27. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Ansu Fati forystuna eftir frábæra stoðsendingu Frenkie De Jong.

Þriðja markið skoraði Phillippe Coutinho á 52. mínútu en á 68. mínútu lét Gerard Pique henda sér í bað fyrir brot innan vítateigs. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum en átta mínútum fyrir leikslok skoraði Pedri fjórða markið.

Börsungar voru ekki hættir og skoruðu fimmta markið á 89. mínútu en fimmta markið skoraði Ousmane Dembele. Flottur skyldusigur hjá Börsungum.

Lazio gerði sér lítið fyrir og skellti Dortmund 3-1. Ciro Immobile kom Lazio yfir á sjöttu mínútu og staðan varð 2-0 á 23. mínútu er gestirnir skoruðu sjálfsmark.

Erling Braut Håland elskar Meistaradeildina og hann minnkaði muninn fyrir Dortmund á 71. mínútu en fimm mínútum síðar gerðu Lazio menn út um leikinn með þriðja markinu. Þeir eru því með þrjú stig eins og Club Brugge en Zenit og Dortmund án stiga.

Leipzig er á toppi H-riðilsins ásamt Man. United eftir 2-0 sigur á Istanbul Basaksehir en bakvörðurinn Angelino skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Öll úrslit kvöldsins:

E-riðill:


Rennes - Krasnodar 1-1

Chelsea - Sevilla 0-0

F-riðill:

Lazio - Dortmund 3-1

Club Brugge - Zenit 2-1

G-riðill:

Barcelona - Ferencvaros 3-1

Dynamo Kiev - Juventus 0-2

H-riðill:

Leipzig - Istanbul Basaksehir 2-0

PSG - Man. United 1-2

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira