„Fyrir mér er þetta draumaárið“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:47 Katla Hreiðarsdóttir ræddi ævintýri ársins í Íslandi í dag. „Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu. Ísland í dag Frjósemi Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Ég er að lifa mínu draumalífi, árið 2020 er besta árið“ segir Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður sem á von á sínu fyrsta barni eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár. Samhliða meðgöngunni er hún að gera upp draumaíbúðina með unnustanum sínum. Katla lætur þannig heimsfaraldur ekki stoppa sig í því að líta aðstæðurnar björtum augum. Hún segir lífið vera fullkomið þessa stundina; hún eigi von á barni sem hafi verið óvænt en kærkomið og allt stefni í raun í rétta átt. „Þetta var eiginlega búið að vera smá flækjustig, ég hef misst tvisvar og farið í gegnum tvær aðgerðir. Það er búið að vera smá vesen og hélt ég gæti þetta ekki. Ég er að eignast draumaheimili á draumastað og er með æðislegt starfsfólk. Þetta er „pörfekt“ líf fyrir mig.“ Katla ræddi við Evu Laufeyju Kjaran í Ísland í dag, degi fyrir settan dag, um framkvæmdirnar og framhaldið. „Þetta átti bara að taka korter“ Það hefur verið nóg að gera í framkvæmdunum, enda allt tekið í gegn. Líkt og áður sagði á Katla von á sínu fyrsta barni. Hún segist finna vel fyrir þörfinni til hreiðurgerðar, enda sé íbúðin nánast verið fokheld eins og staðan er núna. „Ég er svolítið að taka það to the extreme.“ Hún segist róleg yfir framkvæmdunum, þó stefnan hafi upphaflega verið sett á að flytja fyrr inn. „Þetta átti bara að taka korter,“ segir Katla og hlær. Nú taki þau bara einn dag í einu, reyni að njóta þess að skapa nýtt heimili og fagni hverjum áfanga. „Við erum mjög dugleg að fagna. Um leið og það eru komnar smá lagnir eða einangrun, þá er skálað í óáfengum bjór eða sódavatni, eða tekið bíómyndachill eða eitthvað. Við bara njótum þess að stússast í þessu saman.“ Hún segir alls ekkert nauðsynlegt að allt verði klárt við flutningana. „Það verður það pottþétt ekki,“ segir Katla og hlær. Allir að læra „Þetta er fordæmalaust, við erum öll að læra og það kann þetta enginn,“ segir Katla um þá staðreynd að hún eigi von á sínu fyrsta barni í miðjum heimsfaraldri. Hún segir þó flesta hafa dregið lærdóm af fyrstu bylgjunni, þar á meðal fæðingardeildin. „Það var verið að stoppa pabbana meira af í því að vera með. Ég held að það hafi komið smá bakslag þar, því mæður urðu mjög stressaðar. Það voru fleiri mæður að eiga á bílastæðinu eða heima því þær biðu of lengi með að drífa sig upp á spítala.“ Aðspurð sagðist Katla vera með nánast allt klárt til þess að fara upp á spítala. Hún viðurkennir þó að það komi stundum upp smá hræðsla fyrir fæðinguna, en það sé eðlilegt. „Ég er frumbyrja, þetta er fyrsta barnið mitt. Ég hef engan samanburð. Ég vona bara að fólk sé rosa faglegt. Jújú, auðvitað verður maður hræddur.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kötlu.
Ísland í dag Frjósemi Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“