Hátt í þrjú hundruð börn í leyfi vegna Covid: „Við viljum fá þau sem fyrst í skólann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2020 19:00 Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira