Tom Brady og félagar rassskelltu Aaron Rodgers í uppgjöri risanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 15:01 Tom Brady þakkar Aaron Rodgers fyrir leikinn eftir stórsigur Tampa Bay Buccaneers liðsins á liði Green Bay Packers. AP/Mark LoMoglio Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10 NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira