Fylgdust með æfingadegi hjá Katrínu Tönju og sáu hvernig er svindlað á okkar konu á æfingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir var létt og skemmtilegt í viðtalinu við strákana en hún var þá á fullu að undirbúa sig undir heimsleikana í CrossFit en ofurúrslitin hefjast á föstudaginn. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk góða heimsókn frá ButteryBros á dögunum þegar hún var að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast á föstudaginn. ButteryBros sem við gætum kallað Smjörstrákana eru þeir Heber Cannon og Marston Sawyers og þeir birtu reglulega myndbönd sín á Youtube. Að þessu sinni heimsóttu þeir sleðahundinn til Massachusetts og hafa nú birt afrakstur heimsóknar sinnar. ButteryBros ræddu bæði við Katrínu Tönju sem og þjálfara hennar Ben Bergeron. Bergeron var greinilega spenntur fyrir keppninni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu og sagði að það væri meiri óvissa um greinarnar í ár en síðustu ár á undan. Katrín Tanja byrjaði að fara með strákana í fjallahjólaferð og tók síðan góðar 25 mínútur í æfingahjólinu strax á eftir. Katrín Tanja var líka spennt fyrir morgunmatnum sínum en hún hefur verið mikið fyrir kanilrúsínubeyglur upp á síðkastið. Hún er hins vegar ekki mikið fyrir kaffið. View this post on Instagram What questions would you ask @katrintanja and @benbergeron if you could? @pqp.photo A post shared by ButteryBros (@butterybros) on Oct 18, 2020 at 3:12pm PDT Eftir morgunmatinn var farið á CrossFit æfingu í æfingasalnum hjá CrossFit New England. Strákarnir reyndu þar að leika eftir æfingu Katrínar Tönju en það var allt annað en auðvelt enda okkar kona í svakalegu formi. Strákarnir fengu líka að heyra enn eina leiðina sem Ben Bergeron þjálfari notar til að herða Katrínu Tönju upp andlega. Bergeron biður nefnilega stundum æfingafélaga hennar, Tori Dyson, að svindla viljandi þegar þær eru að gera sömu æfingu saman. Gera færri endurtekningar eða annað sem auðvitað hjálpar hennar að klára á undan Katrínu. „Stundum kemur Ben til mín og biður mig um að stytta mér leið eða gera færri endurtekningar. Ég er hér til að veita henni keppni á æfingunum. Þetta þýðir samt að ég þarf ekki alltaf að gera allar æfingarnar sem er gott. Þetta er umbeðið svindl,“ sagði Tori Dyson hlæjandi og Ben Bergeron viðurkenndi þetta fúslega. Bergeron þjálfari hefur oft fundið alls konar leiðir til að herða Katrínu Tönju á æfingum og það vakti athygli í sumar þegar hann hendi yfir hana sandi og drullu í miðri púlæfingu. Katrín Tanja ræddi líka endurkomu sína í fyrri hluta heimsleikanna þar sem hún átti stórkostlegan dag. Þar sagði hún meðal annars frá bakmeiðslum sínum og hvernig það hafi mikil áhrif hversu lítið hún gat æft lyftingar á fyrri hluta ársins. Katrín Tanja heillaði auðvitaða strákana upp úr skónum með jákvæðni sinni og orku. Það var líka gaman að heyra hana tala um hvernig hún lítur á mótherja sína í ofurúrslitunum. „Ég elska að keppa og fæddist sem keppniskona. Ég hef alltaf fundið leiðir til þess að keppa en ég er að reyna að nýta mér það núna,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir meðal annars við strákana þegar þeir gátu króað hana af í teygjunum. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimsókn strákanna til Katrínu Tönju og hvernig hún var að taka á því á æfingum síðustu vikurnar. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk góða heimsókn frá ButteryBros á dögunum þegar hún var að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast á föstudaginn. ButteryBros sem við gætum kallað Smjörstrákana eru þeir Heber Cannon og Marston Sawyers og þeir birtu reglulega myndbönd sín á Youtube. Að þessu sinni heimsóttu þeir sleðahundinn til Massachusetts og hafa nú birt afrakstur heimsóknar sinnar. ButteryBros ræddu bæði við Katrínu Tönju sem og þjálfara hennar Ben Bergeron. Bergeron var greinilega spenntur fyrir keppninni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu og sagði að það væri meiri óvissa um greinarnar í ár en síðustu ár á undan. Katrín Tanja byrjaði að fara með strákana í fjallahjólaferð og tók síðan góðar 25 mínútur í æfingahjólinu strax á eftir. Katrín Tanja var líka spennt fyrir morgunmatnum sínum en hún hefur verið mikið fyrir kanilrúsínubeyglur upp á síðkastið. Hún er hins vegar ekki mikið fyrir kaffið. View this post on Instagram What questions would you ask @katrintanja and @benbergeron if you could? @pqp.photo A post shared by ButteryBros (@butterybros) on Oct 18, 2020 at 3:12pm PDT Eftir morgunmatinn var farið á CrossFit æfingu í æfingasalnum hjá CrossFit New England. Strákarnir reyndu þar að leika eftir æfingu Katrínar Tönju en það var allt annað en auðvelt enda okkar kona í svakalegu formi. Strákarnir fengu líka að heyra enn eina leiðina sem Ben Bergeron þjálfari notar til að herða Katrínu Tönju upp andlega. Bergeron biður nefnilega stundum æfingafélaga hennar, Tori Dyson, að svindla viljandi þegar þær eru að gera sömu æfingu saman. Gera færri endurtekningar eða annað sem auðvitað hjálpar hennar að klára á undan Katrínu. „Stundum kemur Ben til mín og biður mig um að stytta mér leið eða gera færri endurtekningar. Ég er hér til að veita henni keppni á æfingunum. Þetta þýðir samt að ég þarf ekki alltaf að gera allar æfingarnar sem er gott. Þetta er umbeðið svindl,“ sagði Tori Dyson hlæjandi og Ben Bergeron viðurkenndi þetta fúslega. Bergeron þjálfari hefur oft fundið alls konar leiðir til að herða Katrínu Tönju á æfingum og það vakti athygli í sumar þegar hann hendi yfir hana sandi og drullu í miðri púlæfingu. Katrín Tanja ræddi líka endurkomu sína í fyrri hluta heimsleikanna þar sem hún átti stórkostlegan dag. Þar sagði hún meðal annars frá bakmeiðslum sínum og hvernig það hafi mikil áhrif hversu lítið hún gat æft lyftingar á fyrri hluta ársins. Katrín Tanja heillaði auðvitaða strákana upp úr skónum með jákvæðni sinni og orku. Það var líka gaman að heyra hana tala um hvernig hún lítur á mótherja sína í ofurúrslitunum. „Ég elska að keppa og fæddist sem keppniskona. Ég hef alltaf fundið leiðir til þess að keppa en ég er að reyna að nýta mér það núna,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir meðal annars við strákana þegar þeir gátu króað hana af í teygjunum. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimsókn strákanna til Katrínu Tönju og hvernig hún var að taka á því á æfingum síðustu vikurnar. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti