Lífið

Gæfur svanur veitti níu ára dreng mikla athygli við Reykjavíkurtjörn í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Baltasar Máni var ansi hissa á því hve gæfur svanurinn var.
Baltasar Máni var ansi hissa á því hve gæfur svanurinn var. AÐSEND

Hinn níu ára gamli Baltasar Máni var heldur hissa þegar hann fór með fjölskyldu sinni að gefa öndunum á Reykjavíkurtjörn brauð í dag. Til Baltasars rölti ansi gæfur svanur sem vildi ekkert heitar en að fá athygli frá Baltasar líkt og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Svanurinn fékk glænýtt brauð

Erla Ósk Ásgeirsdóttir móðir Baltasars segir upplifunina hafa verið einstaka.

,,Ég hef aldrei upplifað annað eins. Svanurinn elti Baltasar upp á trébekk þar sem hann gaf svaninum glænýtt brauð og urðu þeir mestu mátar,‘‘ sagði Erla Ósk Ásgeirsdóttir, móðir Baltasars.

Svanurinn elti Baltasar upp á trébekk við tjörnina.AÐSEND

Vinirnir spjölluðu saman í um hálftíma og flykktist fólk að til að fylgjast með þessu einstaka sambandi svansins og Baltasars.

Erla Ósk segir að fjölskyldan hafi verið ansi hissa á því hve gæfur svanurinn var þar sem fuglarnir séu vanalega nokkuð styggir.

,,Svanurinn leyfði Baltasar að klappa sér í dágóðan tíma og gerði ekki tilraun til að kroppa í hann. Baltasar sjálfur var ansi hissa á þessu,‘‘ sagði Erla Ósk.

Mikill dýravinur

Baltasar er mikill dýravinur og hefur sérstakan áhuga á skordýrum og fuglum. Hann á kött og er því vanur að vera í kringum dýr. Auk þess sem hann fer í réttir árlega.

,,Já hann er vanur dýrum og greinilega fuglahvíslari‘‘

Svanurinn át glænýtt brauð af bestu lyst.AÐSEND





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.