Tveggja metra regla um allt land á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 12:53 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Tveggja metra fjarlægðarmörk eru nú aðeins í gildi á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt reglugerð ráðherra sem tók gildi í byrjun október. Annars staðar á landinu hafa fjarlægðarmörk miðast við einn metra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi frá og með næsta þriðjudegi, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Guðmundur fór yfir breytingarnar í viðtali við fréttastofu í hádeginu. Guðmundur segir að áframhaldandi aðgerðir verði í grundvallaratriðum þær sömu og verið hafa í gildi síðustu vikur. Þó verði sömu reglur um sviðslistir takmarkaðar á sama hátt um land allt. Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um opnunartíma veitingastaða verða óbreyttar en þeim er nú gert að loka klukkan 21 á kvöldin á höfuðborgarsvæðinu og klukkan 23 utan þess. Ekki verða heldur gerðar breytingar á reglum um skólahald. Áfram verða í gildi tilmæli um að fólk haldi ferðalögum sínum til og frá höfuðborginni í lágmarki. Guðmundur segir að ríkisstjórnin hafi verið sammála um aðgerðirnar, sem séu í samræmi við tillögur sem sóttvarnalæknir skilaði til ráðherra í gær. Guðmundur á von á því að hægt verði að útlista aðgerðirnar endanlega á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Tveggja metra fjarlægðarmörk eru nú aðeins í gildi á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt reglugerð ráðherra sem tók gildi í byrjun október. Annars staðar á landinu hafa fjarlægðarmörk miðast við einn metra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi frá og með næsta þriðjudegi, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Guðmundur fór yfir breytingarnar í viðtali við fréttastofu í hádeginu. Guðmundur segir að áframhaldandi aðgerðir verði í grundvallaratriðum þær sömu og verið hafa í gildi síðustu vikur. Þó verði sömu reglur um sviðslistir takmarkaðar á sama hátt um land allt. Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um opnunartíma veitingastaða verða óbreyttar en þeim er nú gert að loka klukkan 21 á kvöldin á höfuðborgarsvæðinu og klukkan 23 utan þess. Ekki verða heldur gerðar breytingar á reglum um skólahald. Áfram verða í gildi tilmæli um að fólk haldi ferðalögum sínum til og frá höfuðborginni í lágmarki. Guðmundur segir að ríkisstjórnin hafi verið sammála um aðgerðirnar, sem séu í samræmi við tillögur sem sóttvarnalæknir skilaði til ráðherra í gær. Guðmundur á von á því að hægt verði að útlista aðgerðirnar endanlega á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46
Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26
67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02