Tveggja metra regla um allt land á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 12:53 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Tveggja metra fjarlægðarmörk eru nú aðeins í gildi á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt reglugerð ráðherra sem tók gildi í byrjun október. Annars staðar á landinu hafa fjarlægðarmörk miðast við einn metra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi frá og með næsta þriðjudegi, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Guðmundur fór yfir breytingarnar í viðtali við fréttastofu í hádeginu. Guðmundur segir að áframhaldandi aðgerðir verði í grundvallaratriðum þær sömu og verið hafa í gildi síðustu vikur. Þó verði sömu reglur um sviðslistir takmarkaðar á sama hátt um land allt. Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um opnunartíma veitingastaða verða óbreyttar en þeim er nú gert að loka klukkan 21 á kvöldin á höfuðborgarsvæðinu og klukkan 23 utan þess. Ekki verða heldur gerðar breytingar á reglum um skólahald. Áfram verða í gildi tilmæli um að fólk haldi ferðalögum sínum til og frá höfuðborginni í lágmarki. Guðmundur segir að ríkisstjórnin hafi verið sammála um aðgerðirnar, sem séu í samræmi við tillögur sem sóttvarnalæknir skilaði til ráðherra í gær. Guðmundur á von á því að hægt verði að útlista aðgerðirnar endanlega á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Tveggja metra fjarlægðarmörk eru nú aðeins í gildi á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt reglugerð ráðherra sem tók gildi í byrjun október. Annars staðar á landinu hafa fjarlægðarmörk miðast við einn metra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi frá og með næsta þriðjudegi, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Guðmundur fór yfir breytingarnar í viðtali við fréttastofu í hádeginu. Guðmundur segir að áframhaldandi aðgerðir verði í grundvallaratriðum þær sömu og verið hafa í gildi síðustu vikur. Þó verði sömu reglur um sviðslistir takmarkaðar á sama hátt um land allt. Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um opnunartíma veitingastaða verða óbreyttar en þeim er nú gert að loka klukkan 21 á kvöldin á höfuðborgarsvæðinu og klukkan 23 utan þess. Ekki verða heldur gerðar breytingar á reglum um skólahald. Áfram verða í gildi tilmæli um að fólk haldi ferðalögum sínum til og frá höfuðborginni í lágmarki. Guðmundur segir að ríkisstjórnin hafi verið sammála um aðgerðirnar, sem séu í samræmi við tillögur sem sóttvarnalæknir skilaði til ráðherra í gær. Guðmundur á von á því að hægt verði að útlista aðgerðirnar endanlega á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46
Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26
67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02