Tveggja metra regla um allt land á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 12:53 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Tveggja metra fjarlægðarmörk eru nú aðeins í gildi á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt reglugerð ráðherra sem tók gildi í byrjun október. Annars staðar á landinu hafa fjarlægðarmörk miðast við einn metra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi frá og með næsta þriðjudegi, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Guðmundur fór yfir breytingarnar í viðtali við fréttastofu í hádeginu. Guðmundur segir að áframhaldandi aðgerðir verði í grundvallaratriðum þær sömu og verið hafa í gildi síðustu vikur. Þó verði sömu reglur um sviðslistir takmarkaðar á sama hátt um land allt. Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um opnunartíma veitingastaða verða óbreyttar en þeim er nú gert að loka klukkan 21 á kvöldin á höfuðborgarsvæðinu og klukkan 23 utan þess. Ekki verða heldur gerðar breytingar á reglum um skólahald. Áfram verða í gildi tilmæli um að fólk haldi ferðalögum sínum til og frá höfuðborginni í lágmarki. Guðmundur segir að ríkisstjórnin hafi verið sammála um aðgerðirnar, sem séu í samræmi við tillögur sem sóttvarnalæknir skilaði til ráðherra í gær. Guðmundur á von á því að hægt verði að útlista aðgerðirnar endanlega á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. Þetta sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu. Tveggja metra fjarlægðarmörk eru nú aðeins í gildi á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt reglugerð ráðherra sem tók gildi í byrjun október. Annars staðar á landinu hafa fjarlægðarmörk miðast við einn metra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi frá og með næsta þriðjudegi, 20. október, og gildi í tvær til þrjár vikur. Guðmundur fór yfir breytingarnar í viðtali við fréttastofu í hádeginu. Guðmundur segir að áframhaldandi aðgerðir verði í grundvallaratriðum þær sömu og verið hafa í gildi síðustu vikur. Þó verði sömu reglur um sviðslistir takmarkaðar á sama hátt um land allt. Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra. Núverandi reglur kveða á um að íþróttir og líkamsrækt innandyra sé óheimil á höfuðborgarsvæðinu. Reglur um opnunartíma veitingastaða verða óbreyttar en þeim er nú gert að loka klukkan 21 á kvöldin á höfuðborgarsvæðinu og klukkan 23 utan þess. Ekki verða heldur gerðar breytingar á reglum um skólahald. Áfram verða í gildi tilmæli um að fólk haldi ferðalögum sínum til og frá höfuðborginni í lágmarki. Guðmundur segir að ríkisstjórnin hafi verið sammála um aðgerðirnar, sem séu í samræmi við tillögur sem sóttvarnalæknir skilaði til ráðherra í gær. Guðmundur á von á því að hægt verði að útlista aðgerðirnar endanlega á morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46 Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. 16. október 2020 12:46
Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala. 16. október 2020 11:26
67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02