Spilar á miðjunni með fyrirmyndinni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 12:31 Alexandra Jóhannsdóttir í leiknum gegn Lettlandi í síðasta mánuði. Hún skoraði eitt marka Íslands í 9-0 sigri. vísir/vilhelm Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25