„Ekki margir sem deyja úr blæðandi magasári“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2020 10:31 Gunnar Hilmarsson er einn af þeim sem stofnaði minningarsjóð Lofts Gunnarssonar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður ætti að vera flestum landsmönnum vel kunnugt, en þar er um að ræða sérútbúin bíl sem keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir heimilislausum einstaklingum skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu. Á dögunum fór Rauði krossinn af stað með söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði en núverandi bíll, sem er undirstaða verkefnisins, hefur staðið fyrir sínu og er keyrður rúmlega 340.000 km. Ljóst var að nýr bíll mundi kosta verkefnið um 10 milljónir króna og biðlaði Frú Ragnheiður til þjóðarinnar þann 1. október síðastliðinn í þeirri von um að geta safnað upphæðinni saman áður en gamli bíllinn mundi endanlega gefa upp öndina. Söfnunin fór hægt og rólega af stað en segja má að henni hafi borist himnasending á miðvikudaginn í síðustu viku þegar Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar tilkynnti að hann mundi gefa Frú Ragnheiði myndarlega upphæð, eða 4 milljónir króna. Eftir það tók söfnunin kipp og söfnuðust á endanum alls ellefu milljónir í þetta mikilvæga verkefni. Aðeins 32 ára Loftur Gunnarsson var vinsæll og vinalegur ungur maður hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést 32 ára gamall árið 2012 en í kjölfarið var minningarsjóður hans stofnaður af fjölskyldu hans og vinum. Gunnar Hilmarsson var mágur Lofts og er einn af talsmönnum minningarsjóðsins. Frú Ragnheiður fær nýja bifreið til afnota. „Það sem við sjáum þegar við erum í kringum Loft og erum að hjálpa honum og reyna að fá hann til að gera eitthvað í sínum málum eins og sagt er og reyna fá hann til að sækja þá þjónustu sem hann átti rétt á, fara til læknis og allt það, að það var í raun allt saman til háborinnar skammar hvernig þetta allt saman var,“ segir Gunnar í Íslandi í dag á Stöð 2. „Bæði hvernig komið var fram við þennan hóp, fordómarnir, skömmin og á þessum tímapunkti árið 2012 ákváðum við að það þyrfti að gera eitthvað í þessu og við gætum allavega í hans nafni hjálpað til að vera rödd sem reynir bæði að útskýra og berjast fyrir því að réttindum þessa hóps sem fylgt. Það er ekkert verið að biðja um neitt meira. Það hefur tekist pínulítið þó það sé mikið eftir.“ Fékk enga þjónustu Sem fyrr segir var Loftur aðeins 32 ára þegar hann hneig niður í bæ og lést skömmu síðar úr blæðandi magasári. Gunnar bendir á að það sé í raun kvilli sem enginn á að þurfa að deyja úr á Íslandi, en vegna stöðu Lofts í þjóðfélaginu hafi hann ekki fengið viðeigandi þjónustu sem líklega stuðlaði að því að málið þróaðist á versta veg. „Hann reynir að fá heilbrigðisþjónustu, fer til heimilislæknis ítrekað og veit að það er eitthvað að en hann fær enga þjónustu og eins og við vitum í dag að það er ekkert grín að fá fordómalausa læknisþjónustu á jafningjagrundvelli. Það verður til þess að magasárið verður það slæmt að hann hnígur niður hérna niður í bæ og ekki hægt að bjarga honum á spítalanum. Þetta er það sem maður kallar algjörlega ótímabær dauðdagi. Það er eitthvað sem við brennum svolítið fyrir að allir heimilislausir og jaðarsettir hópar fái þá virðingu í samfélaginu og frá okkur öllum. Það eru ekki margir sem deyja úr blæðandi magasári.“ Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur frá stofnun haft það að leiðarljósi að berjast fyrir mannréttindum heimilislausra og jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Sjóðurinn hefur keypt fjölda rúma, sjónvörp, húsgögn, hlý föt og margt fleira inn í hin ýmsu úrræði heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu. „Við reynum líka að halda uppi pressunni og tala um þetta. Það þarf alltaf að tala og tala og pressa og setja pressu á pólitíkusana. Það verður að segjast alveg eins og er að staðan í dag, borið saman við stöðuna árið 2012, er mikið mikið betri.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður ætti að vera flestum landsmönnum vel kunnugt, en þar er um að ræða sérútbúin bíl sem keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir heimilislausum einstaklingum skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu. Á dögunum fór Rauði krossinn af stað með söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði en núverandi bíll, sem er undirstaða verkefnisins, hefur staðið fyrir sínu og er keyrður rúmlega 340.000 km. Ljóst var að nýr bíll mundi kosta verkefnið um 10 milljónir króna og biðlaði Frú Ragnheiður til þjóðarinnar þann 1. október síðastliðinn í þeirri von um að geta safnað upphæðinni saman áður en gamli bíllinn mundi endanlega gefa upp öndina. Söfnunin fór hægt og rólega af stað en segja má að henni hafi borist himnasending á miðvikudaginn í síðustu viku þegar Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar tilkynnti að hann mundi gefa Frú Ragnheiði myndarlega upphæð, eða 4 milljónir króna. Eftir það tók söfnunin kipp og söfnuðust á endanum alls ellefu milljónir í þetta mikilvæga verkefni. Aðeins 32 ára Loftur Gunnarsson var vinsæll og vinalegur ungur maður hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést 32 ára gamall árið 2012 en í kjölfarið var minningarsjóður hans stofnaður af fjölskyldu hans og vinum. Gunnar Hilmarsson var mágur Lofts og er einn af talsmönnum minningarsjóðsins. Frú Ragnheiður fær nýja bifreið til afnota. „Það sem við sjáum þegar við erum í kringum Loft og erum að hjálpa honum og reyna að fá hann til að gera eitthvað í sínum málum eins og sagt er og reyna fá hann til að sækja þá þjónustu sem hann átti rétt á, fara til læknis og allt það, að það var í raun allt saman til háborinnar skammar hvernig þetta allt saman var,“ segir Gunnar í Íslandi í dag á Stöð 2. „Bæði hvernig komið var fram við þennan hóp, fordómarnir, skömmin og á þessum tímapunkti árið 2012 ákváðum við að það þyrfti að gera eitthvað í þessu og við gætum allavega í hans nafni hjálpað til að vera rödd sem reynir bæði að útskýra og berjast fyrir því að réttindum þessa hóps sem fylgt. Það er ekkert verið að biðja um neitt meira. Það hefur tekist pínulítið þó það sé mikið eftir.“ Fékk enga þjónustu Sem fyrr segir var Loftur aðeins 32 ára þegar hann hneig niður í bæ og lést skömmu síðar úr blæðandi magasári. Gunnar bendir á að það sé í raun kvilli sem enginn á að þurfa að deyja úr á Íslandi, en vegna stöðu Lofts í þjóðfélaginu hafi hann ekki fengið viðeigandi þjónustu sem líklega stuðlaði að því að málið þróaðist á versta veg. „Hann reynir að fá heilbrigðisþjónustu, fer til heimilislæknis ítrekað og veit að það er eitthvað að en hann fær enga þjónustu og eins og við vitum í dag að það er ekkert grín að fá fordómalausa læknisþjónustu á jafningjagrundvelli. Það verður til þess að magasárið verður það slæmt að hann hnígur niður hérna niður í bæ og ekki hægt að bjarga honum á spítalanum. Þetta er það sem maður kallar algjörlega ótímabær dauðdagi. Það er eitthvað sem við brennum svolítið fyrir að allir heimilislausir og jaðarsettir hópar fái þá virðingu í samfélaginu og frá okkur öllum. Það eru ekki margir sem deyja úr blæðandi magasári.“ Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur frá stofnun haft það að leiðarljósi að berjast fyrir mannréttindum heimilislausra og jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Sjóðurinn hefur keypt fjölda rúma, sjónvörp, húsgögn, hlý föt og margt fleira inn í hin ýmsu úrræði heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu. „Við reynum líka að halda uppi pressunni og tala um þetta. Það þarf alltaf að tala og tala og pressa og setja pressu á pólitíkusana. Það verður að segjast alveg eins og er að staðan í dag, borið saman við stöðuna árið 2012, er mikið mikið betri.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“