Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2020 17:44 Fleiri börn hafa nú smitast af kórónuveirunni en í fyrstu bylgju faraldursins. Grafík/Hafsteinn Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Áttatíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu og níu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þeim sem eru með veiruna heldur áfram að fjölga en í dag eru 1039 í einangrun. Þegar mest var í fyrstu bylgju farsóttarinnar í byrjun apríl voru 1096 í einangrun eða svipaður fjöldi og nú. Þá var enn mánuður í að samkomutakmörkunum yrði aflétt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekar að börn smitist síður og smiti aðra síður. Vísir/Vilhelm Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi gilda fram á mánudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað á fimmtudaginn þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann leggur til að gildi í næstu vikurnar. „Við þurfum að fara hægt í að aflétta og við erum enn þá með faraldurinn aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það gengur allt tiltölulega vel úti á landi og er rólegt þar. Þannig við erum fyrst og fremst að eiga við faraldurinn hér innan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ég held að hertari reglur verði svona kannski eitthvað lengur við lýði hér,“ segir Þórólfur. Börn heima að ósk foreldra Hátt í níu hundruð leik- og grunnskóla börn í Reykjavík eru í sóttkví og um fjörutíu eru í einangrun. Í gær voru 287 grunnskólabörn í leyfi að ósk foreldra og 93 leikskólabörn. Sextíu starfsmenn skóla- og frístundasviðs voru í sóttkví að eigin ákvörðun. Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgjunni en greindust með hana í fyrstu bylgjunni. Þannig greindust 126 börn með veiruna í fyrstu bylgjunni en börn voru þá um 7% þeirra sem smituðust. Nú hafa 160 börn greinst með veiruna og eru um 11% þeirra sem hafa greinst. Sóttvarnalæknir ítrekar það að börn smitist síður og smiti síður aðra. „Þetta er ekkert í stórum dráttum frábrugðið frá því sem var. Við þurfum líka að taka tillit til þess að við erum að taka miklu fleiri sýni núna frá börnum þannig við þurfum aðeins að sjá það í því ljósi. Þannig í stórum dráttum þá er þetta mjög svipað,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37 Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Barnasmitsjúkdómalæknir telur lokun skóla ekki nauðsynlega Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, telur ólíklegt að lokun skóla myndi skila tilætluðum árangri í baráttunni gegn kórónuveirunni. 12. október 2020 21:37
Skólastarf á Covid-tímum í forgangi Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. 12. október 2020 19:57