Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 16:31 Erik Hamrén hlustar á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, tilkynna landsliðsþjálfurunum að starfsmaður hefði smitast. VÍSIR/VILHELM Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47