Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 16:31 Erik Hamrén hlustar á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, tilkynna landsliðsþjálfurunum að starfsmaður hefði smitast. VÍSIR/VILHELM Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47