Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarpsþáttinn Teboðið á dögunum.
Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi.
Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi en í nýjasta þættinum ræddu þær um þær stjörnur sem hafa setið fyrir á forsíðu tímaritsins Playboy.
Um er að ræða stórstjörnur á borð við Pamelu Anderson, Kim Kardashian, Mariah Carey, Chelsea Handler, Barbra Streisand, Jessica Alba, Paris Hilton, Charlize Theron, Lindsay Lohan og mun fleiri eins og þær ræddu vel í þættinum.