Bríet frumflutti plötuna með ljósasýningu undir stjörnubjörtum himni í Krýsuvík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2020 08:39 Söngkonan Bríet gaf út persónulega plötu um helgina, um erfið hjartasár sem hún segi að grói hægt. Sigurður Erik-Hlynur Hólm „Ég byrjaði að semja plötuna í byrjun mars á þessu ári. þetta er búið að líða eins og fimm ár en líka eins og þrír dagar,“ segir sönkonan Bríet Ísis Elfar sem gaf út nýja plötu um helgina, Kveðja Bríet. Hún frumflutti plötuna með bílahlustun í yfirgefinni naumu í Krýsuvík. „Ég er að leggja hjartað mitt beint á borðið fyrir þig að skoða og sjá hvernig það lítur út og hvernig það pumpar blóði,“ segir söngkonan um þessa persónulegu plötu í samtali við Vísi. Höfundar plötunnar eru Bríet og Pálmi Ragnar Ásgeirsson. Lagið hennar Esjan er eitt vinsælasta lag ársins 2020 og fylgir hún því á eftir með fyrstu breiðskífunni sem hefur fengið góð viðbrögð. Bríet hélt einstakan viðburð í Krýsuvík.Bríet Djúp sár gróa hægt „Það er mjög sterk tilfinning á bakvið textana. Þeir segja allir mjög skýrt hvernig mér líður og hefur liðið seinustu mánuði. Mér finnst djúp sár gróa hægt vera titill lífs míns akkúrat núna. Ég verð bara að bíða og sjá.“ Hægt er að hlusta á lagið Rólegur kúreki í spilaranum hér fyrir neðan en platan í heild sinni er komin á Spotify og Youtube. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi verið tilfinningamikill tími. „Þetta ár er allt búið að vera einn stór stormur ég er er þarna í miðjunni að reyna að koma niður á jörðina. Þessir mánuðir hafa bara gert mér gott, þó ég sé atvinnulaus þá er ég búin að fá að líta inn á við og fara í göngutúr og semja plötu og knúsa mömmu og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Bríet skaust upp á stjörnuhimininn 2018 og hefur haldið áfram að heilla fólk síðan þá. Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi Bríetar en hún fór að spila á gítar 12 ára. Þegar hún var 15 ára gömul var hún farin að syngja „off venue“ á Iceland Airwaves og hefur í raun ekki stoppað síðan. Bríet segir að það sé fólk hafi alltaf mikil áhrif á hana sem tónlistarkonu. Bríet lýsti upp stjörnubjartan himininn í Krýsuvík.Hlynur Hólm „Ég myndi segja að það sem hefur mótað mig mest er pabbi minn og samtöl við allskyns fólk. Ég læri svo mikið á því að kynnast nýjum röddum og heyra nýjar sögur.“ Hjörtun slógu í takt við lögin Kveðja Bríet kom út á miðnætti á föstudag en Bríet hélt persónulegan útgáfuviðburð á föstudag fyrir nánustu fjölskyldu og vini í yfirgefinni námu í Krýsuvík. Frá Krýsuvík á föstudagBríet Viðburðurinn var utan dyra og hver og einn hlustaði á plötuna í eigin bíl, til að virða tilmæli sóttvarnarlæknis vegna heimsfaraldursins. Platan var send út í heild sinni á K100 svo gestir gátu setið í bílunum sínum og notið þess að hlusta og upplifa frumflutninginn með söngkonunni og fylgt leiðbeiningum um sóttvarnir. Platan Kveðja Bríet kom út á miðnætti 10.10.2020.Bríet „Ég vildi að allir gætu komið hættulausir og notið þess að hlusta á plötuna með mér og horft á sýningu á meðan. Ég var með lazera og eldvörpur og bara nefndu það. Vikar Máni hjálpaði mér að gera þetta ógleymanlegt, stjörnubjartur himinn og hjörtu sem slógu í takt við tónlistina. Gæti ekki verið þakklátari.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bríet og Rubin nýtt par Söngkonan Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. 5. ágúst 2020 11:15 Taka upp tónleika með íslenskum tónlistarmönnum Á YouTube-síðunni Artic Lab hafa verið birt tvö myndbönd með tónleikum. Annarsvegar tónleikar með söngkonunni vinsælu Bríet og hinsvegar með Elínu Hall. 7. maí 2020 15:30 Samkoma: Tónleikar með Bríeti Bríet heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég byrjaði að semja plötuna í byrjun mars á þessu ári. þetta er búið að líða eins og fimm ár en líka eins og þrír dagar,“ segir sönkonan Bríet Ísis Elfar sem gaf út nýja plötu um helgina, Kveðja Bríet. Hún frumflutti plötuna með bílahlustun í yfirgefinni naumu í Krýsuvík. „Ég er að leggja hjartað mitt beint á borðið fyrir þig að skoða og sjá hvernig það lítur út og hvernig það pumpar blóði,“ segir söngkonan um þessa persónulegu plötu í samtali við Vísi. Höfundar plötunnar eru Bríet og Pálmi Ragnar Ásgeirsson. Lagið hennar Esjan er eitt vinsælasta lag ársins 2020 og fylgir hún því á eftir með fyrstu breiðskífunni sem hefur fengið góð viðbrögð. Bríet hélt einstakan viðburð í Krýsuvík.Bríet Djúp sár gróa hægt „Það er mjög sterk tilfinning á bakvið textana. Þeir segja allir mjög skýrt hvernig mér líður og hefur liðið seinustu mánuði. Mér finnst djúp sár gróa hægt vera titill lífs míns akkúrat núna. Ég verð bara að bíða og sjá.“ Hægt er að hlusta á lagið Rólegur kúreki í spilaranum hér fyrir neðan en platan í heild sinni er komin á Spotify og Youtube. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi verið tilfinningamikill tími. „Þetta ár er allt búið að vera einn stór stormur ég er er þarna í miðjunni að reyna að koma niður á jörðina. Þessir mánuðir hafa bara gert mér gott, þó ég sé atvinnulaus þá er ég búin að fá að líta inn á við og fara í göngutúr og semja plötu og knúsa mömmu og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Bríet skaust upp á stjörnuhimininn 2018 og hefur haldið áfram að heilla fólk síðan þá. Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi Bríetar en hún fór að spila á gítar 12 ára. Þegar hún var 15 ára gömul var hún farin að syngja „off venue“ á Iceland Airwaves og hefur í raun ekki stoppað síðan. Bríet segir að það sé fólk hafi alltaf mikil áhrif á hana sem tónlistarkonu. Bríet lýsti upp stjörnubjartan himininn í Krýsuvík.Hlynur Hólm „Ég myndi segja að það sem hefur mótað mig mest er pabbi minn og samtöl við allskyns fólk. Ég læri svo mikið á því að kynnast nýjum röddum og heyra nýjar sögur.“ Hjörtun slógu í takt við lögin Kveðja Bríet kom út á miðnætti á föstudag en Bríet hélt persónulegan útgáfuviðburð á föstudag fyrir nánustu fjölskyldu og vini í yfirgefinni námu í Krýsuvík. Frá Krýsuvík á föstudagBríet Viðburðurinn var utan dyra og hver og einn hlustaði á plötuna í eigin bíl, til að virða tilmæli sóttvarnarlæknis vegna heimsfaraldursins. Platan var send út í heild sinni á K100 svo gestir gátu setið í bílunum sínum og notið þess að hlusta og upplifa frumflutninginn með söngkonunni og fylgt leiðbeiningum um sóttvarnir. Platan Kveðja Bríet kom út á miðnætti 10.10.2020.Bríet „Ég vildi að allir gætu komið hættulausir og notið þess að hlusta á plötuna með mér og horft á sýningu á meðan. Ég var með lazera og eldvörpur og bara nefndu það. Vikar Máni hjálpaði mér að gera þetta ógleymanlegt, stjörnubjartur himinn og hjörtu sem slógu í takt við tónlistina. Gæti ekki verið þakklátari.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bríet og Rubin nýtt par Söngkonan Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. 5. ágúst 2020 11:15 Taka upp tónleika með íslenskum tónlistarmönnum Á YouTube-síðunni Artic Lab hafa verið birt tvö myndbönd með tónleikum. Annarsvegar tónleikar með söngkonunni vinsælu Bríet og hinsvegar með Elínu Hall. 7. maí 2020 15:30 Samkoma: Tónleikar með Bríeti Bríet heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bríet og Rubin nýtt par Söngkonan Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. 5. ágúst 2020 11:15
Taka upp tónleika með íslenskum tónlistarmönnum Á YouTube-síðunni Artic Lab hafa verið birt tvö myndbönd með tónleikum. Annarsvegar tónleikar með söngkonunni vinsælu Bríet og hinsvegar með Elínu Hall. 7. maí 2020 15:30
Samkoma: Tónleikar með Bríeti Bríet heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 9. apríl 2020 10:00