Gylfi: Danir voru miklu betri Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. október 2020 21:19 Gylfi í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06
Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43
Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41