Hrósuðu Sigurði Gunnari fyrir að koma til baka í frábæru formi: Þetta er alvöru skrokkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 10:16 Sigurður Gunnar við undirskriftina hjá Hetti. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er honum á vinstri hönd. Austurfrétt Vistaskipti Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar til nýliða Hattar í Domino´s deild karla voru meðal þess sem rætt var um í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag. Hinn 32 ára gamli Sigurður Gunnar hefur spilað sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð. Það kom því eilítið á óvart að hann hafi gengið til liðs við nýliða Hattar þó svo að hann hafi meiðst illa með ÍR í upphafi síðustu leiktíðar og samningi hans síðan rift er deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins. Hann lék frábærlega í 1. umferð er Höttur tapaði í framlengdum leik gegn Grindavík, 94-101 lokatölur á Egilsstöðum. Sigurður spilaði 32 mínútur í leiknum, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Þá gefur hann liði Hattar ómetanlega reynslu. „Þarna er Höttur að fá leikmann í toppstandi, ég held að margur stjórnarmaðurinn nagi sig í handarbökin nú. Vel gert hjá Viðari og Hattarmönnum að ná í svona stóran bita Austur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Þetta er þekkt stærð í deildinni og ég hugsa að stjórnarmenn hafi ekki verið smeykir að taka Sigga hefði hann ekki meiðst. Þetta er enginn smá skrokkur. Hann slítur krossbönd en hrós á Sigga að koma í deildina í þessu standi eftir svona erfið meiðsli. Þetta er ekki fótboltamaður sem er 1.70 metrar og 50 kíló, þetta er alvöru skrokkur. Tveir metrar rúmir og hann lítur rosalega vel út,“ bætti Sævar Sævarsson, sérfræðingur þáttarins, við. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Hrósuðu Sigurði fyrir að koma til baka í frábæru standi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Vistaskipti Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar til nýliða Hattar í Domino´s deild karla voru meðal þess sem rætt var um í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag. Hinn 32 ára gamli Sigurður Gunnar hefur spilað sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð. Það kom því eilítið á óvart að hann hafi gengið til liðs við nýliða Hattar þó svo að hann hafi meiðst illa með ÍR í upphafi síðustu leiktíðar og samningi hans síðan rift er deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins. Hann lék frábærlega í 1. umferð er Höttur tapaði í framlengdum leik gegn Grindavík, 94-101 lokatölur á Egilsstöðum. Sigurður spilaði 32 mínútur í leiknum, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Þá gefur hann liði Hattar ómetanlega reynslu. „Þarna er Höttur að fá leikmann í toppstandi, ég held að margur stjórnarmaðurinn nagi sig í handarbökin nú. Vel gert hjá Viðari og Hattarmönnum að ná í svona stóran bita Austur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Þetta er þekkt stærð í deildinni og ég hugsa að stjórnarmenn hafi ekki verið smeykir að taka Sigga hefði hann ekki meiðst. Þetta er enginn smá skrokkur. Hann slítur krossbönd en hrós á Sigga að koma í deildina í þessu standi eftir svona erfið meiðsli. Þetta er ekki fótboltamaður sem er 1.70 metrar og 50 kíló, þetta er alvöru skrokkur. Tveir metrar rúmir og hann lítur rosalega vel út,“ bætti Sævar Sævarsson, sérfræðingur þáttarins, við. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Hrósuðu Sigurði fyrir að koma til baka í frábæru standi
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira