Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 21:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira