Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 21:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is greindi fyrst frá. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðir frá og með gærdeginum og verða lokaðir til 19. október eftir tilmæli frá sóttvarnarlækni vegna kórónuveirufaraldursins. Tilmæli hafa einnig verið gefin út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. GSÍ mæltist einnig til þess að kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, sem er meðstjórnandi í stjórn GSÍ, að hún hafi ekki farið sérstaklega til Hveragerðis til þess að leika golf í dag, hún dvelji þessa dagana í Ölfusi og hafi gert að undanförnu. Hún nýtti hins vegar tækifærið og spilaði golf á vellinum í Hveragerði í dag, sem reyndar er lokaður öðrum en félagsmönnum frá og með hádegi í gær. Þorgerður Katrín er ekki meðlimur í golfklúbbi Hveragerðis. Segir hún í samtali við Vísi að í ljósi þeirra tilmæla um að íbúar höfuðborgarsvæðins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins hafi það verið óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf á vellinum í Hveragerði í dag. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal kylfinga á höfuðborgarsvæðinu með þá ákvörðun GSÍ að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, enda tókst sambandinu og aðildarfélögum þess ágætlega að tryggja golfiðkun með sóttvörnum í fyrri bylgjum kórónuveirufaraldursins. Þorgerður Katrín segir þó það ekki skipta máli í þessu máli, hún hafi átt að vita betur en að fara í golf í Hveragerði í dag.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira