Butler magnaður er Miami hélt sér á lífi | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 09:30 Jimmy Butler var stórkostlegur í nótt er Miami vann fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar. Staðan er nú 3-2 fyrir Lakers en liðin mætast aftur á aðfaranótt mánudags. Mike Ehrmann/Getty Images Miami Heat er enn á lífi í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna, lokatölur 111-108. Heat getur þakkað enn einni ótrúlegri frammistöðu Jimmy Butler en hann var með þrefalda tvennu í leiknum og spilaði allan leikinn ef frá eru taldar þær 48 sekúndur sem hann sat á bekknum. 47 minutes played. pic.twitter.com/hvQGsVwFDR— NBA (@NBA) October 10, 2020 Staðan í einvíginu er 3-2 og Lakers er enn aðeins einum leik frá sínum fyrsta titli í áratug. Heat eru hins vegar búnir að sýna það að þeir eru ekkert að fara leggja árar í bát og rétta Lakers þennan titil. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda en Lakers urðu fyrir miklu áfalli er Anthony Davis - önnur af ofurstjörnum liðsins - virtist meiðast á hásin í fyrsta leikhluta. Hann haltraði af velli, fór inn í búningsklefa en kom til baka í öðrum leikhluta leiksins. Miami lék lausum hala er Lakers voru án Davis og náðu mest 11 stiga forystu í 2. leikhluta. Munurinn var kominn niður í eitt stig þegar Heat fór í síðustu sókn fyrri hálfleiks. Jimmy Butler fór í ómögulegt þriggja stiga skot sem flaug ofan í og Heat því með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 60-56. Síðari hálfleikur var líkt og sá fyrri í járnum. Munurinn var aðeins tvö stig þegar Duncan Robinson fór í erfitt þriggja stiga skot undir lok 3. leikhluta. Hann setti skotið ásamt því að fá vítaskot og munurinn því allt í einu orðinn sex stig, 86-80. Robinson átti frábæran leik og setti niður sjö þriggja stiga skot í leiknum. After his 7 threes in the @MiamiHEAT Game 5 win... watch Duncan Robinson's best triples of the season! #HEATTwitter Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/Skc7n2ne5n— NBA (@NBA) October 10, 2020 Lakers komust loksins yfir um miðjan 4. leikhluta þegar Kentavious Caldwell-Pope setti niður þriggja stiga skot og kom Lakers einu stigi yfir, 97-96. Lakers voru enn einu stigi yfir þegar 21 sekúnda voru eftir af leiknum, staðan þá 108-107 og allt undir. Heat tóku leikhlé og að sjálfsögðu var það Butler sem fékk boltann. Lakers sofnaði á verðinum og Butler keyrði að körfunni þar sem Davis braut á honum. Butler hélt ró sinni og setti bæði skotin niður. Miami yfir, 109-108, og 16.8 sekúndur eftir af leiknum. Síðast sókn Lakers var hálfgerð katastrófa. LeBron keyrði inn að körfunni, dró í sig leikmenn Heat og kastaði honum svo til baka á Danny Green - sem var aðeins með átta stig í leiknum. Green fór í þriggja stiga skot sem var of stutt, hrökk af hringnum til Markieff Morris sem ákvað frekar en að fara í sniðskot að reyna finnda Davis undir körfunni. Það gekk ekki, boltinn út af, Lakers braut og Miami nýtti vítaskotin í blálokin. Lokatölur 111-108 og Miami eru enn á lífi í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Hjá Miami var Jimmy Butler allt í öllu enda spilaði hann nær allan leikinn. Hann endaði með þrefalda tvennu, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann var þó ekki einn í liði og eins og áður kom fram setti Duncan Robinson niður sjö þriggja stiga skot. Robinson endaði með 26 stig. Kendrick Nunn kom þar á eftir með 14 stig. The BEST from @JimmyButler's two 35+ point triple-doubles in the #NBAFinals!40 PTS, 11 REB, 13 AST in Game 335 PTS, 12 REB, 11 AST in Game 5Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/2vRxiT1nBu— NBA (@NBA) October 10, 2020 Hjá Lakers spiluðu þeir LeBron James og Anthony Davis mest allra þrátt fyrir að sá síðarnefndi hefði haltrað út af í fyrsta leikhluta. Davis virtist þó ekki alveg heill heilsu þrátt fyrir að spila allan þennan tíma. Hann skoraði 28 stig og tók 12 fráköst á þeim 42 mínútum sem hann spilaði í nótt. LeBron var stigahæstur en hann gerði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Caldwell-Pope var eini leikmaður Lakers sem skilaði tveggja stafa tölu í stigum, hann gerði 16 stig í leiknum. LeBron James (40 PTS, 13 REB, 7 AST) puts together his 8th career 40-point #NBAFinals performance in Game 5.Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/joL5Qyiy6e— NBA (@NBA) October 10, 2020 Það er stutt á milli í þessu og það verður forvitnilegt að sjá hvort Butler eigi nóg á tankinum til að leika sama leik á aðfaranótt mánudags. Sama verður sagt um Davis sem þarf að hrista meiðslin af sér á innan við tveimur sólahringum. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Miami Heat er enn á lífi í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna, lokatölur 111-108. Heat getur þakkað enn einni ótrúlegri frammistöðu Jimmy Butler en hann var með þrefalda tvennu í leiknum og spilaði allan leikinn ef frá eru taldar þær 48 sekúndur sem hann sat á bekknum. 47 minutes played. pic.twitter.com/hvQGsVwFDR— NBA (@NBA) October 10, 2020 Staðan í einvíginu er 3-2 og Lakers er enn aðeins einum leik frá sínum fyrsta titli í áratug. Heat eru hins vegar búnir að sýna það að þeir eru ekkert að fara leggja árar í bát og rétta Lakers þennan titil. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda en Lakers urðu fyrir miklu áfalli er Anthony Davis - önnur af ofurstjörnum liðsins - virtist meiðast á hásin í fyrsta leikhluta. Hann haltraði af velli, fór inn í búningsklefa en kom til baka í öðrum leikhluta leiksins. Miami lék lausum hala er Lakers voru án Davis og náðu mest 11 stiga forystu í 2. leikhluta. Munurinn var kominn niður í eitt stig þegar Heat fór í síðustu sókn fyrri hálfleiks. Jimmy Butler fór í ómögulegt þriggja stiga skot sem flaug ofan í og Heat því með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 60-56. Síðari hálfleikur var líkt og sá fyrri í járnum. Munurinn var aðeins tvö stig þegar Duncan Robinson fór í erfitt þriggja stiga skot undir lok 3. leikhluta. Hann setti skotið ásamt því að fá vítaskot og munurinn því allt í einu orðinn sex stig, 86-80. Robinson átti frábæran leik og setti niður sjö þriggja stiga skot í leiknum. After his 7 threes in the @MiamiHEAT Game 5 win... watch Duncan Robinson's best triples of the season! #HEATTwitter Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/Skc7n2ne5n— NBA (@NBA) October 10, 2020 Lakers komust loksins yfir um miðjan 4. leikhluta þegar Kentavious Caldwell-Pope setti niður þriggja stiga skot og kom Lakers einu stigi yfir, 97-96. Lakers voru enn einu stigi yfir þegar 21 sekúnda voru eftir af leiknum, staðan þá 108-107 og allt undir. Heat tóku leikhlé og að sjálfsögðu var það Butler sem fékk boltann. Lakers sofnaði á verðinum og Butler keyrði að körfunni þar sem Davis braut á honum. Butler hélt ró sinni og setti bæði skotin niður. Miami yfir, 109-108, og 16.8 sekúndur eftir af leiknum. Síðast sókn Lakers var hálfgerð katastrófa. LeBron keyrði inn að körfunni, dró í sig leikmenn Heat og kastaði honum svo til baka á Danny Green - sem var aðeins með átta stig í leiknum. Green fór í þriggja stiga skot sem var of stutt, hrökk af hringnum til Markieff Morris sem ákvað frekar en að fara í sniðskot að reyna finnda Davis undir körfunni. Það gekk ekki, boltinn út af, Lakers braut og Miami nýtti vítaskotin í blálokin. Lokatölur 111-108 og Miami eru enn á lífi í baráttunni um NBA-meistaratitilinn. Hjá Miami var Jimmy Butler allt í öllu enda spilaði hann nær allan leikinn. Hann endaði með þrefalda tvennu, skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann var þó ekki einn í liði og eins og áður kom fram setti Duncan Robinson niður sjö þriggja stiga skot. Robinson endaði með 26 stig. Kendrick Nunn kom þar á eftir með 14 stig. The BEST from @JimmyButler's two 35+ point triple-doubles in the #NBAFinals!40 PTS, 11 REB, 13 AST in Game 335 PTS, 12 REB, 11 AST in Game 5Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/2vRxiT1nBu— NBA (@NBA) October 10, 2020 Hjá Lakers spiluðu þeir LeBron James og Anthony Davis mest allra þrátt fyrir að sá síðarnefndi hefði haltrað út af í fyrsta leikhluta. Davis virtist þó ekki alveg heill heilsu þrátt fyrir að spila allan þennan tíma. Hann skoraði 28 stig og tók 12 fráköst á þeim 42 mínútum sem hann spilaði í nótt. LeBron var stigahæstur en hann gerði 40 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Caldwell-Pope var eini leikmaður Lakers sem skilaði tveggja stafa tölu í stigum, hann gerði 16 stig í leiknum. LeBron James (40 PTS, 13 REB, 7 AST) puts together his 8th career 40-point #NBAFinals performance in Game 5.Game 6: Sunday - 7:30pm/et, ABC pic.twitter.com/joL5Qyiy6e— NBA (@NBA) October 10, 2020 Það er stutt á milli í þessu og það verður forvitnilegt að sjá hvort Butler eigi nóg á tankinum til að leika sama leik á aðfaranótt mánudags. Sama verður sagt um Davis sem þarf að hrista meiðslin af sér á innan við tveimur sólahringum.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira