Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 16:04 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lokunarstyrkirnir nú verði rausnarlegri en í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira