Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að þrír úr 21 árs landsliði Ítala séu með kórónuveiruna en þetta kom í ljós þegar þeir fóru í smitpróf í Keflavík.
Tveir leikmenn og einn starfsmaður greindust með kórónuveiruna við komuna til Íslands en allur hópurinn fór í smitpróf í Leifsstöð. Þetta fékk fótboltavefurinn football-italia.net staðfest frá sambandinu.
"One footballer has symptoms and is being constantly monitored by the medical staff of the National team. The other two have a lower viral load and have already had another swab to have further confirmation of the diagnosis." #ItalyU21 Full story: https://t.co/s0ybLpPpR6 https://t.co/jJoR60Xy1S
— footballitalia (@footballitalia) October 9, 2020
Ítalir eiga að mæta Íslandi á Víkingsvelli í dag í undankeppni EM 21 árs landsliða. Leikurinn er klukkan 15:30 í dag og verður fylgst grannt með gangi mála á Vísi.
Allur ítalski hópurinn hafði farið þrisvar í próf áður en þeir flugu til Íslands og voru þeir þá allir neikvæðir.
Einn af þessum þremur er með einkenni en hinir tveir voru ekki með eins mikið af veirunni í sér.
Leikmennirnir Alessandro Bastoni og Marco Carnesecchi fóru hins vegar ekki með til Íslands þar sem að þeir voru komnir með kórónuveiruna.
Ítalska knattspyrnusambandið segist ætla að vera í sambandi við íslensk heilbrigðisyfirvöld og Knattspyrnusamband Evrópu til að meta næstu skref. Frekari upplýsingar um framhaldið munu koma fram seinna í dag.