Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2020 21:08 Aron Einar var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35