Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2020 07:01 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segir að vantað hafi upp á samráð við íþróttahreyfinguna í síðustu aðgerðum heilbrigðisráðherra. vísir/daníel Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum