Finna fyrir fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 14:11 Frá fundi dagsins. Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48
Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47