Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 12:05 Breiðablik - Fylkir Pepsí max deild ksí íslandsmót karla, sumar 2020 / ljósmynd Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. ÍSÍ hefur sent þessi tilmæli á sín sérsambönd. Íþróttafélögum utan höfuðborgarsvæðisins er áfram heimilt að æfa, og keppa, en ljóst er að til að lið geti keppt þyrftu auk þess dómarar að koma frá sveitarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins. Sérsambönd ÍSÍ hafa flest ef ekki öll þegar frestað leikjum næstu 1-2 vikurnar en hin ítrekuðu tilmæli fela í sér að æfingum á höfuðborgarsvæðinu skuli einnig frestað. „Við hvetjum íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu til að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og fyrir alla aldurshópa. Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sér vitanlega þýddi þetta þó ekki að fresta yrði neinum af komandi landsleikjum. A-landslið karla í fótbolta mætir Rúmeníu í kvöld, Danmörku á sunnudag og Belgíu næsta miðvikudag, og U21-landsliðið tekur á móti Ítalíu á morgun. Ekkert sund og íþróttir í skólum utandyra Í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir svo að íþróttakennsla innandyra og sundkennsla verði stöðvuð. Það hafi verið ákveðið í samráði við skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og ákvörðunin gildi til 19. október. Öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46