BMW kynnir nýjan heitan hlaðbak Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. október 2020 07:00 BMW 128ti. BMW hefur endurvakið Turismo Internazionale nafnið fyrir hinn nýja 128ti. Bíllinn er nýr heitur hlaðbakur (e. hot hatchback) sem er ætlað að keppa við Golf GTI og Ford Focus ST. MBW 128ti, er fyrsti heiti hlaðbakurinn frá BMW sem er framhjóladrifinn. Þá er þetta í fyrsta skipti í yfir 20 ár sem BMW notar ti merkið (Turismo Internazionale). Bíllinn fer í sölu í nóvember á meginlandinu. Vélasalurinn í 128ti. Bíllinn verður 261 hestafl og verður um 6,1 sekúndu frá kyrrstöðu upp í 100 km/klst. Bíllinn verður eingöngu fáanlegur með átta gíra sjálfskiptingu. Að sögn BMW bíður sjálfskiptingin upp á meiri hröðun en beinskipting gæti gert. Handskipting verður þó í flipum á bakvið stýrið. Þá mun fjöðrunin vera sérstaklega stillt M Sport fjöðrun sem er 10mm lægri en grunnbíllinn. Slíkt lækkar þyngdarpunkt bílsins og gerir hann skarpari í beygjum. BMW vill lágmarka og jafnvel eyða stýristogi (e. torque steering) með því að setja sérstakan stýrisbúnað í bílinn ásamt tregðutengdu mismunadrifi. Það ætti að auka veggrip og stöðugleika í háhraða beygjum. Innrarými BMW 128ti. Útlit Bíllinn verður með M Sport útliti hann verður því svipaður öðrum bílum í 1-línunni með M Sport útliti. BMW 128ti mun þó vera með rautt í kringum op á hlið á framstuðara og neðst í sílsum. Þannig verður hægt að þekkja bílinn frá örðum sambærilegum. Innra rýmið er líka hannað með áherslu á rauðan í saumum og lýsingu til að mynda. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
BMW hefur endurvakið Turismo Internazionale nafnið fyrir hinn nýja 128ti. Bíllinn er nýr heitur hlaðbakur (e. hot hatchback) sem er ætlað að keppa við Golf GTI og Ford Focus ST. MBW 128ti, er fyrsti heiti hlaðbakurinn frá BMW sem er framhjóladrifinn. Þá er þetta í fyrsta skipti í yfir 20 ár sem BMW notar ti merkið (Turismo Internazionale). Bíllinn fer í sölu í nóvember á meginlandinu. Vélasalurinn í 128ti. Bíllinn verður 261 hestafl og verður um 6,1 sekúndu frá kyrrstöðu upp í 100 km/klst. Bíllinn verður eingöngu fáanlegur með átta gíra sjálfskiptingu. Að sögn BMW bíður sjálfskiptingin upp á meiri hröðun en beinskipting gæti gert. Handskipting verður þó í flipum á bakvið stýrið. Þá mun fjöðrunin vera sérstaklega stillt M Sport fjöðrun sem er 10mm lægri en grunnbíllinn. Slíkt lækkar þyngdarpunkt bílsins og gerir hann skarpari í beygjum. BMW vill lágmarka og jafnvel eyða stýristogi (e. torque steering) með því að setja sérstakan stýrisbúnað í bílinn ásamt tregðutengdu mismunadrifi. Það ætti að auka veggrip og stöðugleika í háhraða beygjum. Innrarými BMW 128ti. Útlit Bíllinn verður með M Sport útliti hann verður því svipaður öðrum bílum í 1-línunni með M Sport útliti. BMW 128ti mun þó vera með rautt í kringum op á hlið á framstuðara og neðst í sílsum. Þannig verður hægt að þekkja bílinn frá örðum sambærilegum. Innra rýmið er líka hannað með áherslu á rauðan í saumum og lýsingu til að mynda.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent