Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 15:01 Hlín Eiríksdóttir í baráttunni við Blikastúlkuna Heiðdísi Lillýardóttur í leiknum á laugardaginn en Elín Metta Jensen fylgist með úr fjarlægð. Vísir/Hulda Margrét Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira